júlí 05, 2003 :::
27. juni 2003
Tha er eg kominn aftur i herbudirnar eftir afallalaust ferdalag. Hitinn fer vaxandi og er nu 36 gradur um midjan daginn i skugganum. Loftid er thurrt, thannig ad stundum lidur manni eins og i saunaklefa an vatns. Samt svitnar madur undan vestinu. Eftir daginn eru komnar saltrendur a einkennisbuninginn. I eldhusinu er farid ad baeta toluverdu salti i matinn
til ad baeta upp tapid. Drekka tharf mikid vatn ef menn eru uti i hitanum, um 5 litra a dag.
Nu er uppskerutiminn i Afganistan i fullum gangi. Ofridur er med minnsta moti, mikid ad gera a okrunum og valmuauppskeran aetlar ad sla oll met. Ja, hedan kemur mestur hluti heimsframleidslunnar af opium og heroini. En
einginn treystir ser til ad sporna gegn thessu eftir ad Talibonum var komid fra voldum. Stridsherrarnir fa einnig ad vera I fridi. Althjodlegu oryggisgaeslusveitirnar treysta ser adeins til ad sja um Kabul og nagrenni. Kanadamenn koma i agust med um 2000 manns. Their eru nu ad reisa herstod stutt fra gomlu konungshollinni. Thjodverjar faekka um leid verulega i
sinu lidi.
A naestu vikum endurnyjast min sveit ad mestu leyti. Tha fara their sem hafa verid med mer sidustu 4 manudi. Trulega verdur sveitin 15 manns I stad 20. Eg hef reynt ad sannfaera Thjodverjana um agaeti thess ad koma i heimsokn til Islands, synt theim ljosmyndabaekur a thysku og fleira. Ekki er osennilegt ad einhverjir skili ser. Sumir hafa serstakan ahuga a vikingatimabilinu og heidinni tru. Eg kom med thad sem eg fann um thad a thysku. Islenski faninn blaktir nu her fyrir utan asamt thyska gunnfananum. Thad fellur mjog i kramid.
Var 2 daga I sidustu viku I faedi hja afgonsku logreglunni vegna vinnu vid loggustod. Serstakt dalaeti hafa Afganir a kindakjoti, ekki sist a fitunni. Fitan sem rennur af vid suduna er bordud ur skalum eins og supa. Afganskt braud er haft med til bragdbaetis. Kjotid er bordad med kartoflum eda hrisgrjonum. Afgonsk jogurt er serstok, agaet en fremur sur. Ekki thordi eg ad spyrja hvadan mjolkin er fengin. Kameldyr, geitur og karakulfe kemur medal annars til greina. Graenmetid er svipad og a vesturlondum en kryddid torkennilegt. Te er haft med til drykkjar. Setid er ad snaedingi flotum beinum a golfinu og matast med hondunum ad afgonskum sid. Oll thjonusta er innt af karlmonnum, adeind einu sinni eda tvisvar
hefur mer verid borid te af konu her I Afganistan.
A logreglustodina hafdi eg ekki komid I nokkurn tima og virti fyrir mer framkvaemdir. Serstaka athygli vakti handgrafin gryfja um 6 metrar a kant, 4 metrar a dypt. Hvad var thetta nu, 1000 manna fjoldagrof eda hvad? Nei thetta atti ad verda haughus fyrir stodina; frarennsliskerfi nedanjardar er ekki til stadar I Kabul. Gumsinu verdur svo daelt a tankbila og thvi komid burt. Sed hef eg til slikra tankbila losa kjarngodan vokva a akrana I Kabul. Ja thannig ma fa baedi okepis vatn og aburd til raektunarinnar. Tankbilarnir spara eldsneyti I leidinni. Mjog umhverfisvaent fyrirkomulag.
Skondid mal kom upp um daginn, sem magnadist upp i thvi litla samfelagi sem er her i herstodinni. Sviarnir eru med sina adstodu stutt fra einum vardturnanna, monnudum Thjodverdum. Saensk velutlitandi herkona hafdi vist fyrir sid ad sola sig faklaedd a thaki einnar saensku byggingarinnar. Thjodverjinn i turninum sveikst um a verdinum, for ad beina sjonaukanum inn til Svianna i stad thess ad fylgjast med ovininum fyrir utan. Hann mun hafa farid med eitthvad fleira upp i vardturninn en velbyssuna. Kom thar vid sogu myndavel med addrattarlinsu. Sa thrjotur mun hafa tekid myndir,
synt thaer felogunum a fartolvunni sinni og sett thaer a heimasiduna sina a Internetinu. Malid komst upp thegar annar hver madur var kominn med tha saensku a heilann og gerdu ser ferdir a saenska barinn til ad berja hana augum. En atti einhver sok I thessu mali ? Menn voru sammala um ad vardmadurinn hefdi snuid ofugt i vardturninum og ad soldyrkandinn hefdi att ad passa sig betur. Hun hefdi att ad vita ad bert skandinaviskt hold i landi burkaklaeddra kvenna vaeri of mikil freisting fyrir dreng fjarri heimahogum. Ekki toldu Thjodverjarnir vid haefi ad vera bara i hluta einkennisbuningsins, thad er buxunum, i solinni. Skv. Thyskum reglum a ad sola sig i sundskylu eda stuttbuxum; ekki i einkennisbuningnum eda neinum hluta hans. Birting myndanna a Netinu var ad sjalfsogdu fyrir nedan allar
hellur. Malid leystist med afsokunarbeidni og myndirnar voru teknar ur umferd.
Kom I stulknaskola nokkurn eftir um 3 vikna hle. Tok eftir thvi ad nu var leitad i skolatoskum theirra allra vid innganginn. Margar komu og foru I burkha. I thessu hverfi er gengid eftir thvi ad stulkur beri burkha a almannafaeri strax vid kynthroskaaldurinn. Mikil vidkvaemni er gagnvart naudsynlegum heimsoknum okkar i stulknaskolana
vegna endurbyggingar theirra. Thad er t.d. alls ekki vid haefi ad snerta kvenfolk, t.d. med thvi ad heilsa med handabandi.
Afganskur teppasali, 30-35 ara med adstodu her I herstodinni bad mig um daginn ad kaupa fyrir sig svartan haralit. Hann er enn ogiftur og var af fara ad leita ser kvonfangs. Skeggid var hinsvegar farid ad grana og olli
thad honum miklum ahyggjum, enda tharf hann sjalfsagt ad finna ser mun yngri konu en hann er sjalfur. Mer skilst ad makaval her se ekki minna fyrirtaeki en ad kaupa ser ibud heima a Islandi. Thad tharf ad skoda otal valkosti og semja um verd. Stundum tharf ad bida eftir theirri rettu. Og ekki thydir ad vera alveg blankur, brudguminn verdur ad greida fjolskyldu brudarinnar. Eg let karlinn fa svartan Wella haralit fyrir viku sidan. Umbudirnar voru med mynd af svarthaerdri konu. Sidan hefur hann ekki sest. Vonandi hefur hann fundid einhverja. Ef svo er, tha er hun orugglega svarthaerd eins og hann sjalfur.
Bestu kvedjur,
Magnus
::: posted by Salvör at 1:56 f.h.
5. Juli 2003
I gaer var thjodhatidardagur Bandarikjamanna og mikill vidbunadur her I Kabul. Astandid var tho ekki eins og i myndinni “Independence Day“. En allt getur gerst her I Afganistan. Thyskur laeknir sagdi mer um daginn ad islenskur hjukrunarfraedingur hja Raudakrossinum her vaeri vaentanlegur I heimsokn hingad i herstoedina. Beid I um 1 klst. i Thyska sjukratjaldinu, en enginn kom Islendingurinn.
For i fyrradag i fyrsta skipti i ferd med Nordmonnunum. Thad var sameiginleg ferd med Frokkum til ad dreifa ritfongum og mat a munadarleysingjahaeli her I Kabul. A thessu haeli voru strakar og stelpur upp ad 12 ara aldri. A odru haeli, sem eg heimsotti i fyrradag voru einungis strakar eldri en 12 ara. Thar voru vatns- og skolpmal i olestri. 20 drengir eru hafdir saman i herbergi. Ekki virdist naudsynlegt ad vera med serstakt haeli fyrir stulkur eldri en 12 ara, enda eru thaer trulega farnar ad nalgast giftingaraldurinn her i landi. Ekki vantar styrktaradila fyrir thessi munadarleysingjahaeli her i Kabul, vandamalid eru haelin annarsstadar i Afganistan. Reyndar var mer tjad ad adeins hluti thessara
krakka vaeru foreldralausir. Mikid vaeri um ad born vaeru tharna vegna erfidra heimilisadstaedna, faeru hinsvegar heim 1-2 daga i viku.
Afgonsk-Amerikonsk kona er yfirmadur munadarleysingjamala her i Afganistan. Thad er mikill kraftur i henni og hun hefur smalad saman fjolda styrktaradila. Thad sem hun kvartar undan eru taeknimalin. Brjota tharf oll vidfangsefni upp i verkthaetti, forgangsrada theim og fa thau unnin af afgonskum verktokum ad undangengnu utbodsferli. Hafa tharf gott eftirlit med verktokunum og greida theim eftir framvindu verks. Vid getum hjalpad henni hvad thetta vardar.
Afganirnir eru fljotir ad laera og virdast verkmenn godir. Their kippa velum ur vorubilunum sinum og gera vid thaer i gotukantinum. A flugvellinum sjast karlar med voldugt skegg og turban gera vid thotur afganska flugfelagsins Ariana. Thotunum hefur nu fjolgad ur 2 I 8, samfara aukningu I innanlandsflugi. Flugstjori med turban ? Af hverju ekki ?
Heimsotti idnskola med allskonar rafknunum taekjabunadi, t.d. rennibekkjum. Allt var I lamasessi sokum rafmagnsleysis. I stridinu hafdi um 15 metrum af 15 kV streng verid stolid, asamt rofabunadi. Vid getum greitt vidgerdina, en skolinn verdur ad semja vid rafveituna I Kabul um ad kaupa efni og vinna verkid; their eru med haspennuverktaka a sinum snaerum. Hitti rafveitustjorann um daginn, hann er nytekinn vid embaetti. Adstodarmenn hans hofdu mikinn ahuga a ad fa fotbolta fyrir knattspyrnulid rafveitunnar; fotbolti er vinsaell her i Afganistan. Einn yfirverkfraedingurinn treysti okkur fyrir frumriti einlinumyndar af ollu raforkukerfinu her i Kabul. Um 2 fermetra „Masterplan“ sidan 1979, eda fra upphafi innrasar Sovetrikjanna. Thad hefur orugglega ekkert baest vid sidan tha, frekar ad eitthvad hafi dottid ut. Vid forum med teikninguna i skonnun og notum hana i verkefnum sem varda endurrafvaedingu Kabul.
::: posted by Salvör at 1:56 f.h.
Magnús á Íslandi
Salvör skrifar:
Magnús var á Íslandi í tíu daga í júní. Kristín Helga fermdist í Áskirkju 15. júní. Hér eru myndir frá fermingunni og veislunni
::: posted by Salvör at 1:38 f.h.