september 04, 2003 :::
3. september 2003
Thad er komid ad lokum dvalar minnar her i Afganistan. Fer til Uzbekistan i nott og thadan afram til Tyskalands. Er ad kaupa sidustu minjagripina og ad pakka saman. Kem til med ad sakna felaganna. I gaerkvoldi var kvedjuhof, sem vid heldum I herstod Nordmanna. Það var ein skotaefing i vidbot um daginn. Er enn aumur i oxlinni eftir MG 3. Prófaði einnig nyjan grip, sem ekki er kominn I notkun enntha hja thyska hernum. Thetta er sprengikuluvelbyssa, “Granatemaschinewaffe”. Madur stillir upp byssunni, sest undir hana, heldur i tvo handfong og horfir i sjonauka med fjarlaegdarstillingum. Skotid er med bunadi a haegra handfanginu. Eins og a MG 3 koma skotin I kossum, sem festir eru a byssuna vinstra megin. Thau eru 32 saman I belti. Hver sprengikula vegur trulega um 1 kilo. Byssan afkastar um 3 kulum a sekundu og dregur um 2 kilometra. Ein kula er nog til ad gera ut af vid okutaeki, thad er ad segja ef madur hittir saemilega nalaegt. Eg held nu reyndar ad thad se kominn timi til ad koma ser heim, madur fer ad hugsa einkennilega I thessu umhverfi herna.
Nokkrar orrustur hef eg had, en thaer voru allar vid thyska skriffinna. Astaedan er su ad eg er ekki thyskur rikisborgari og oskop edlilegt ad upp komi tilvik sem leysa tharf serstaklega. Allt hefur tho verid leyst hratt
og vel, nema orduveitingin. Thad hefur stadid i Thjodverjunum ad veita mer heidursordu thyska hersins fyrir thjonustu erlendis.
Reyndar fae eg ekki heldur ordu fra NATO eftir ad their toku vid 11. agust. Til ad fa hana, tharf ad vera I Kabul til 11. september. Hins vegar hef eg fengid nokkur heidursskjol. Eitt fra Thyska hernum, annad fra NATO, thridja fra minni deild og fjorda fra deild sem sinnir samraemingu uppbyggingarstarfsins.
Vegna NATO stadla hafa ordid undarlegar breytingar. T.d. heitir flugvollurinn ekki lengur KIA (Kabul International Airport), heldur KAIA. Astaedan er su ad i NATO kerfinu stendur KIA fyrir “Killed in Action” og
thad gengur ekki her. Onnur breyting er su ad verkefni heita ekki lengur “Projects” heldur “Activities”.
Thad verdur skrytid ad koma aftur i venjuleg hus eftir halft ar i gamum, tjoldum og herskalum.
Gamar eru mikid notadir, ekki sist af Afgonum. Their eru t.d. med solugama, verkstaedisgama og ibudargama. A einni loggustodinni sem vid erum ad endurbyggja er kominn fangelsisgamur. Thar fara menn i gaminn, en ekki i steininn eins og heima. A einni hlid hans var buid ad skera 3 got. Eitt hafdi greinilega verid og stort og einhver sloppid ut. Thar var buid ad sjoda fasta tvo teina. Ut um thessi got gaegdust brosandi hausar, thad virtist ekki vera leidinlegt ad vera I gamnum. Einn tukthuslimurinn, vaxtarraektarmadur, tjadi okkur ad hann
vaeri tharna fyrir misskilning, thad vaeri brodir hans sem aetti ad sitja inni. Adspurd saegdi ein loggan ad thetta vaeri nu ekki rett, tharna saetu slagsmalahundar i skammtimavist. Thad var trulega rett, thvi nokkrum dogum seinna voru komnir nyjir ibuar i gaminn.
Magnus H. Gislason
::: posted by Salvör at 4:36 f.h.
ágúst 15, 2003 :::
Magnús skrifar 15. ágúst 2003
Síðasta skotæfingin
Í gær var skotæfing, trúlega sú síðasta sem ég tek þátt í, farið er að síga á seinni hluta dvalar minnar hér í Afganistan. Í skotæfingunum er einfaldast er að nota skammbyssuna P8 ( P stendur fyrir Pistole). Hún er með 15 skota magasíni. Taka þarf einu sinni í gikkinn fyrir hvert skot. Skotið er ímark af 25 metra færi. Rifillinn G36 ( G stendur fyrir Gewehr) er mun öflugri. Með honum er skotið í mark af 100-800 metra færi. Riffillinn dregur þó vel á annan kílómetra. Á honum eru tveir sjónaukar. Annar er fyrir vegalengdir upp að 100 metrum. Í honum er rauður punktur sem maður lætur falla að skotmarkinu, hægt er að vera með bæði augun opin þegar miðað er. Hinn sjonaukinn er hefðbundinn, með ákveðnum kvarða til að taka tillit til fjarlægðar upp að 800 metrum. Magasínið er 45 skota.
Riffillinn er med tvær stillingar. Með annari þarf að taka einu sinni í gikkinn fyrir hvert skot. Með hinni virkar hann eins og vélbyssa, en er þó aðeins ætlaður fyrir stuttar skothrinur gegn árás af litlu færi. Eftirlætið mitt er gamla góða vélbyssan, hún hefur lítið breyst frá því í seinni heimsstyrjold. Gerdin er MG 3 (MG stendur fyrir Maschinengewehr).
Ekki er hægt að skjóta einu skoti í einu úr henni í einu, einungis samfelldum skothrinum, allt að 200 skotum í einu. Ef skjóta á meira samfellt, þarf að skipta um hlaup og leyfa hinu að kólna. Skotin eru í belti, 120 stykkjum radad i box. Boxinu er smellt utan á byssuna. Úr svona byssu skjóta menn ekki fríhendis nema e.t.v. Arnold Schwarzenegger, til þess er hún of þung og heggur of mikið. Ef skotid er liggjandi, þá eru teknar fram spyrnur fremst á hlaupinu. Skeptið er sett á öxlina og spyrnt á móti til að halda byssunni sæmilega stoðugri. Oftast er hún höfð á grind, t.d. efst á einhverju þeirra farartækja sem hér eru í notkun.
Vid æfum okkur t.d. að skjóta á gamla rússneska skriðdreka í 500-1000 metra fjarlægð. Skotstjóri með sjónauka er við hlið okkar og segir til á milli skothrina hvort skjóta eigi ofar, neðar, lengra til hægri eða til vinstri. Með þessari græju tekur ekki nema um minútu að gera gatasigti úr bíl i um 500-1000 metra fjarlægð. Nokkrir úr minni sveit hafa fengið að æfa sig að skjóta með MG 3 úr þyrlu. Æfingin tekur um 1 dag og fá þeir að launum “Doorgunner” skírteini. Þjóðverjarnir fara undan í flæmingi þegar ég spyr þá hvort ekki sé timi til kominn að hleypa mér í þyrluna. Annað sem gaman væri að prófa hjá þeim er „Panserfaust“ og „Granatepistole“. Við verðum bara að sjá til með það.
Íslendingur í úlfahjörð
Þýsku herbílarnir bera nöfn mismunandi rándýra eftir tegundum. Bensjepparnir okkar heita t.d. “Wolf” Aðrar tegundir hér eru: “Fuchs”, “Dingo”, “Mungo” og “Wiesel”. “Fuchs” er með 2 skrúfublöðum til siglinga á vatni. “Wiesel” er sniðugur lítill 3 manna skriðdreki. Þýsku flugskeytin bera hins vegar nöfn ránfugla. Ég er stundum spurður af því hvernig það sé að vera staddur í þessari þýsku úlfahjörð. Ég verð að viðurkenna a' fyrstu mánuðina var töluvert erfitt að sanna sig innan hópsins. Núna kann ég hins vegar betur á Þjóðverjana og hef það eins og blómi í eggi. Það er lykilatriði að sýna framfarir í þýsku, þó að opinbera samskiptamálið sé enska. Ekki hefði ég þó trúað því fyrirfram hvað þýsku mállýskurnar eru ólíkar þeirri þýsku sem ég lærði í menntaskóla á Íslandi. Svo þarf líka að halda í við þá í bjódrykkjunni og standa sig betur en þeir á æfingum og í hergöngum.
13. agust 2003
Alúðlegur lögreglustjóri
Heldur er farið að draga úr hitanum húr, nú blæs “svalur” norðanvindur, 30 stiga heitur yfir miðjan daginn. Á nóttunni fer hitinn niður fyrir 20 stig. Fer núna á hverjum degi í verktakaeftirlit með manni frá Hessen. Hann er meðalstór, ljóshærður og bláeygur. Mjög heiðríkjulegur í framan. Ég er búinn að eigna mér einn Bensjeppann og setja íslenska fanann á flaggstöngina. Þar blaktir hann á vegum Kabul. Ég geri ráð fyrir að islensku fánalögin gildi ekki hér, þannig að ég tek fánana ekki niður á kvöldin, hvorki þann sem er á bilnun né þann sem blaktir yfir þýsku CIMIC (Civil Military Cooperation) búðunum okkar.
Á einni löggustöðinni er kominn nýr stjóri. Hann vill vera vinur okkar, tekur í höndina á Þjóðverjanum og leiðir hann um stöðina. Kyssir hann á báðar kinnar þegar við förum. Eg hef sloppið við þetta kossaflens; stundum er gott að vera langur. Stjórinn krefst þess að við borðum með honum í hádeginu, annars erum við ekki vinir hans. Skrifstofan hans er full af litríkum gerviblómum, Afganir vilja gefa nýjum mönnum í starfi eitthvað sem endist betur en blómin okkar á Vesturlöndum. Ég er farinn að þola afganska matinn, er orðinn sæmilega vanur koligerlum og salmonellu. Það tók mig 2 mánuði að venja meltingarfærin vid. Svo er ég líka farinn að passa mig á því að borða aðeins það sem er soðið eða skrælt. “If you can’t cook it or peel it, forget it”.
Opnunarhátíð í stúlknaskóla
Fórum um daginn á opnunarhátíð í stúlknaskóla einum sem við endurbyggðum. Í einni skólastofunni sátu konur á hækjum sér; Afganir geta setið þannig tímunum saman. Þær gægðust undan burkanum til að sjá til við að útbúa matinn. Þeim var illa við að við kæmum inn og þvertóku fyrir allar myndatökur. Þær voru ekki viðstaddar opnunarhátíðina. Þar voru hins vegar skólastýran og kennslukonurnar. En þegar kom að málsverðinum, var útilokað að fá kennslukonurnar til að setjast til borðs með karlpeningnum. Loks tókst með herkjum að fá skólastýruna til að setjast að snæðingi við hlidina á túlkinum. Konurnar eru geinilega ekki búnar að jafna sig eftir ognarstjórn Talibana.
Túlkarnir fræða okkur um lífið í Afganistan
Túlkarnir okkar 3 talsins eru hafsjór fróðleiks og ómissandi í uppbyggingarstarfinu. Þeir eru vel menntadir, 45-50 ara. Einn er flugvélaverkfræðingur, annar læknir. Hver um sig á 4-5 börn og eru sammála um það að sá sem á 2 börn eða færri sé fátækur maður. Elstu börnin þeirra eru 13 til 20 ára.
Rifist um hvoru megin við lækinn eigi að byggja upp skóla
Fór með Norðmönnum norður fyrir Kabul, til að setja niður illdeilur vegna endurbyggingar skóla nokkurs. Þorpi einu skipti uppþornaður lækjarfarvegur í tvennt. Sitt hvoru megin voru rústir skólabygginga. Aðeins kom til greina að endurbyggja annan skólann. Upphófust þá deilur miklar og varð lögreglumaður með Kalashnikoff að stilla til friðar. Miðað vid þessa menn, sitja Mývetningar á friðarstóli þegar að skólamálum kemur.
Norðmönnunum tókst að fá þorpsleiðtogana “Maliks” afsíðis og eftir um tvær klukkustundir og óteljandi umganga af tei, náðist samkomulag. Skólinn sem er minna hruninn verður endurbyggður, enda ódýrara. Síðar um daginn var okkur boðið til tedrykkju ásamt ráðamönnum í þorpinu. Setið var flötum beinum í skugganum undir tré miklu. Norsk kona vildi fá mynd af sér með þorpsleiðtogunum þremur. Sá elsti neitaði og flýtti sér burt, vildi ekki sjást ámynd með konu. Hinir hentu gaman að. Engar konur né stúlkur voru sjáanlegar þarna utandyra.
Afganir mála kindurnar
Á morgnana, þegar við ökum inn í miðbæ Kabul, þá eru alltaf hirðingjar á ferð með hjarðir sínar, yfirleitt kindur eða geitur. Á kindurnar úða þeir málningu í mismunandi litum eftir hjörðum, til að þekkja þær í sundur. Þeir nota ekki eyrnamerkingar eins og við heima. Féð er allt kollótt. Geiturnar eru ekki sérstaklega merktar. Þeim er beitt á hina óteljandi ruslahauga i Kabulborg. Svínin sjást að sjálfsögðu ekki.
Grafreitir, grænir fánar og hvítir brúðarbúrkar
Á leið okkar inn í borgina ókum við framhjá mörgum grafreitum. Afganir grafa hina dauðu innan 24 klukkutíma; segja að skrokkar af fólki rotni hraðar en skrokkar af skepnum. Þeir eru lagðir á hliðina til hinstu hvílu, þannig að andlitið snúi í áttina að Mekka. Á gröfina reisa þeir steinhellu upp á rönd. Engar áletranir, en oft grænn fáni til merkis um píslarvættisdauða. Grænn er litur Islam, Allah og Framsóknarflokksinns. Í öllum tilfellum tákn um grósku jarðar. Hviti liturinn er tákn um hreinleika. Athyglisvert ad sjá skeytta leigubíla með konur á leið í brúðkaup. Brúðurin er ekki klædd í hvítan kjól, heldur í hvítan burkha.
Stærstu flugvélar heimsins fljúga yfir búðunum
Birgðaflutningar eru mikið mál fyrir um 5000 manna her með á annað þúsund ökutæki. Flugumferð er því mikil, sérstaklega á morgnana. Ekki er flogid i myrkri. Tilkomumestar eru Antonov vélarnar fra Ukrainu, en þær leigir þýski herinn ásamt áhöfn til birgðaflutninga. Um fólksflutninga sjá þeir sjálfir með C-160 Transall flutningavélum og Airbus þotum. Antonov 124 er risastór, tekur um 100 tonna frakt. Antonov 225 er enn stærri og tekur um 200 tonn. Antonov eru stærstu flugvélar í heimi. Þessi skrímsli skríða hér yfir herstöðina á leið sinni til lendingar.
Ekki veitir af til að flytja bjórinn í liðið, menn eru orðnir mjög þyrstir á kvöldin, eftir heitan vinnudag. Formlega er í gildi svokölluð “Two Can Rule” sem táknar þann fjölda bjórdósa sem neyta má að kveldi hvers dags. En sumir hafa nú aldrei verið góðir í samlagningu svo þegar í harðbakkann slær þarf oft að beita reglunni: “Only count the first one and the last one”. Ég hef oft sagt Þjóðverjunum að það væri verðugt verkefni í uppbyggingarstarfinu að reisa brugghús hér í Kabul í stað þess að flytja mjöðinn inn með ærnum tilkostnaði, 3 evrur pr. litra. Reyndar var bruggadur hér bjór fyrir strið og einnig búið til brandy úr öllum þeim vínþrúgum sem vaxa hér. En þetta hvarf allt með tilkomu strangtrúarinnar.
NATÓ tekur við ISAF sveitunum
11. agúst 2003.
Í dag tók NATO við stjórn öryggisgæslusveitanna hér í Kabul. Hitti 3 stjörnu hershöfðingja frá aðalstöðvum þýska hersins í Potsdam. Hann var hér á ferð með þýska varnarmálaráðherranum Peter Struck. Hershöfðinginn tók mig tali þegar hann sá íslenska fánann á einkennisbúningnum og kvaðst hafa vitað af þessum Íslendingi innan þýsku sveitarinnar í Kabul. Þjóðverjunum finnst merkilegt að fá liðsstyrk frá Íslandi, þýski herinn telur um 285000 manns og veltir yfir 2000 milljörðum isl. króna á ári. Reyndar er það ekki nema um fjórtándi hluti ársveltu Bandaríkjahers og dygði aðeins til 5 mánaða reksturs þeirra i Irak.
Konur í Kabul vilja frið alls staðar í Afganistan
Konur eru að sækja í sig veðrið, í gær söfnuðust um 1000 konur saman hér í Kabul. Tilgangurinn var að krefjast thess ad öryggisgæslusveitirnar sinni ekki einungis Kabul, heldur einnig öllu Afganistan. Líf kvenna er vont í Kabul, en sýnu verra annars staðar i Afganistan. Síðasta dæmið
er ákvörðun um að grýta 18 ára stúlku fyrir að neita að giftast náfrænda sínum, en þau eru systkinabörn. Utan Kabul ganga einnig vígamenn lausum hala og taka það sem þeim sýnist, hvort sem það er kvenfólk matur eða eitthvað annað.
Skrýtið, en herir Vesturlanda eru að breytast í mannréttinda- og hjálparstofnanir. Þetta er þveröfugt við ímynd almennings, litaða af striðsbókmenntum og bíómyndum. Á Vesturlöndum er það ákvörðun stjórnvalda hvernig herjum er beitt og sem betur fer er í tisku að láta þá vinna saman að friðargæslu og uppbyggingu á vandræðasvæðum í stað þess að kljást hver við annan heima fyrir.
Magnús H. Gíslason
::: posted by Salvör at 10:48 f.h.
ágúst 13, 2003 :::
Magnús skrifar 8 agust 2003.
Um kindakyn í Afganistan
Höfum þessa dagana töluverð samskipti við Nordmenn. Síðasta laugardag budu þeir okkur í grillveislu mikla. Á markaðinum í Kabul höfðu þeir keypt kind, slátrað henni og heilgrillað. Rollunni var skolað niður með bjór og norsku aquavit. Menn furðuðu sig á því hvað kindin rýrnaði mikið á grillinu. Ástæðan var sú að þessi tegund fjár er um 50% fita. Fitan safnast í tvo stóra keppi á afturendanum. Afgönum þykir hún hið mesta lostæti. Önnur tegund fjár er af tyrknesku kyni. Það er stórvaxið og kjötmikið. Þriðja tegundin er karakúl. Hún er algengust í norðurhluta landsins og er ræktuð vegna ullarinnar og skinnsins. Að eiga húfu úr karakúlskinni er merki um að menn séu háttsettir í samfélaginu. Við komum ekki til baka fyrr en eftir miðnætti. Það olli verulegum vandræðum daginn eftir, kominn er nýr þýskur hershöfðingi af gamla skólanum og hafði hann engan skilning á nauðsyn þess að taka þátt í svona alþjóðlegum samkvæmun að kvöldi til. Útivistartíminn, án skriflegs leyfis var til kl.21:30. Norska herstöðin er þó aðeins í um 500 metra fjarlægð frá okkar og við í 3 bílum með allar nauðsynlegar græjur. Jaeja, okkar yfirmaður slapp í þetta sinn. Reyndar var hann í dag hækkadur í tign, úr Major i LtCol.
Flottar í fullum herklæðum
í norsku sveitina er komin stúlka nokkur all vígaleg. Fyrir utan hefðbundin skotvopn er hún með 4 hnífa misstóra og gasúða. Greinilega
ævintýrakona og hafði gegnt herþjónustu á skrýtnum stöðum, t.d. á Svalbarða þar sem hún lærði rússnesku og komst í kynni við ísbirni. Lara Croft typa. Það eru líka nokkrar vígalegar konur í þýsku bardagasveitunum tveimur í austur- og vesturhluta Kabul. Þær eru flottar í fullum herklæðum.
I minni sveit eru tveir strakar um tvitugt komnir ur frii fra Thyskalandi eftir um 3 manada dvol her i Afganistan. Their baru sig fremur illa, samband theirra vid kaerusturnar tholdi ekki thessa fjarveru fra heimahogum og theit latnir roa. Thetta er algengt vandamal i herthjonustu. I sveitina er kominn enn einn fra fyrrum Austur-Thyskalandi. Reyndar kann eg betur vid tha ad austan; their ad vestan setja sig stundum a nokkud haan stall, serstaklega Berlinarbuar.
Thattaka Islands starfinu her hefur fra upphafi vakid athygli, serstaklega a medal Thjodverjanna. Thad er mjog ovenjulegt ad their taki utlending inn i sinar radir, hvad tha ad islenski faninn blakti yfir theirra budum. Hja minni deild er nu adeins islenski faninn eftir, sa thyski rifnadi i hvassvidri fyrir nokkrum vikum. I sidasta frettabladi ISAF-News, sem prentad er i 25000 eintokum og dreift um alla Kabul, birtist grein um Island asamt nokkrum myndum. Greinina skrifadi eg ad beidni Thjodverjanna. Med yfirtoku NATO a stjorn oryggisgaeslusveitanna nuna i Agust, breytist ymislegt i uppbyggingarstarfinu. Nyjar thjodir koma inn og skipulagid verdur stokkad upp. Ekki er alveg ljost hver verdur framtid minnar deildar eftir naestu aramot. Liklegt er tho ad Thjodverjarnir verdi herna afram, spurning hvort umfang og edli verkefnanna breytist. Norsk kona, LtCol Kirsten Lang stjornar nu samraemingu uppbyggingarstarfsins.
Annad mal. Heimsottun um daginn thyska hjalparstofnun, Kinderberg ad nafni. Thar stjorna thyskar konur sem eru ekki sattar vid karlaveldid her i landi. Hja theim vinna afgonsk kona og tveir karlar. Thegar thaer taeka leigubil eru karlarnir hafdir i skottinu vid mikla forundran heimamanna. Eins og svo oft adur barst talid ad samskiptum kynjanna. Forstodukonan lysti fyrirkomulaginu a thessa leid: Strakar og stelpur fa ad leika ser saman og eru i blondudum bekkjum fram til 12 ara aldurs. Eftir thad eru skolar kynskiptir, fram ad haskolastigi. Thar eru tho heimavistir kynskiptar. I haskola thykir I haesta mata ovideigandi ef karlkyns nemendur gerast of naergongulir vid stulkurnar, t.d. med thvi ad spyrja thaer um eftirnafn eda ad forvitnast um fjolskyldu theirra. Thad er tulkad sem tilraun til ad koma hjonabandsferli af stad. Ekki thydir heldur fyrir stulkur ad stofna til neins konar vinskapar vid gagnstaeda kynid. Ef thaer sjast t.d. uti a gotu med manni sem ekki er naskyldur theim, getur thad thytt vist í kvennafangelsi. Að lokinni afplánun er ekki vist ad
fjölskyldan vilji taka við þeim aftur. Þá er það bara gatan eða að ílengjast í fangelsinu. Vinátta er aðeins opinber á milli karlmanna. Þeir sýna hana t.d. med því að leiðast úti á götu. Moskur eru einungis fyrir karla, konur eru útilokaðar. Stúlkur eru giftar ungar, 14-16 ára. I Kabul þarf brúðguminn að greiða 3000 dollara fyrir brúðina. Til samanburðar eru daglaun verkamanns um 2-3 dollarar á dag. Kiló af kjöti
kostar 2 dollara. Kind 60 dollara og dromerari 5000 dollara. Þegar menn eru komnir vel á veg með að safna 3000 dollurum, eru þeir yfirleitt komnir á fertugsaldurinn. Þá taka þeir föður sinn tali og segja honum að nú sé kominn timi til að gifta sig. Þá sendir karlinn kerlinguna út til að leita að kvonfangi fyrir soninn. Ekki má hann gera það sjálfur af siðferðisastæðum. Kerla fer á stúfana og finnur heppilegt kvonfang fyrir soninn. Stúlkan þarf að vera heilsuhraust, vel útlítandi, geta sinnt heimilisstörfum og unnið á ökrunum.
Sérstaklega miklivægt er að heilsan sé í lagi, því ef stúlkan deyr skömmu eftir giftingu, þá hefur sonurinn glatad öllu sinu. Feður verðandi brúðhjóna koma sér saman um verð fyrir brúðina. Ef brúðurin er t.d. með húðskemmdir í andliti, þá fellur hún í verði. Húðskemmdirnar (leishmaniosis) eru algengar og stafa af biti kvenkyns sandflugunnar. Ljóss húðlitur er verðmeiri en dökkur. Hirðingjastúlkur eru í háu verði, thær eru aldar upp við alls konar vinnu og handverk. Þær kunna t.d. að sinna bústofni og halda hjörðum til beitar. Hirðingjakonur eru fremur sólbrenndar, því þær klæðast ekki burkha. Hirðingjar eru tiltölulega auðugir menn og velmetnir í þjóðfélaginu, nokkuð sem kemur á óvart. Yfirleitt er farið vel með stúlkur fram að giftingu, enda mikilvægt til að hámarka söluverðið. Þegar samningar hafa náðst er
haldið brúðkaup sem stendur í tvo daga og tvær nætur. Þar hittast brúðhjónin yfirleitt í fyrsta sinn. Að þvi loknu er brúðarféð reitt af
hendi, reynist brúðurin ógöllud. Þar með verður hún eign eiginmannsins. Hennar hlutverk er að þjóna honum til borðs og sængur, sjá um heimilið, hjálpa til á ökrunum og síðast en ekki síst að fæða honum syni. Ef hún eignast ekki börn, eða bara stelpur, þá er það talið henni að kenna.
Gæti jafnvel þýtt að karlinn losi sig við hana í kvennafangelsi. Tengdamæður stúlknanna eru illskeyttar og hlífa þeim ekki. Sömuleiðis
mágkonur. En að jafnaði er þó farið vel með konurnar, þær eru jú veruleg fjárfesting fyrir eiginmanninn. Þessi kostnaður við giftingu
veldur vandræðum. Fyrstu árin eru brúðhjónin blönk, þannig að ef annað þeirra veikist, t.d. konan vegna barnsburðar, þá er ekki víst að til séu peningar fyrir læknisaðstoð. Sökum aldursmunar er algengt að karlinn deyji frá konu og mörgum ungum börnum. Samkvæmt hefð erfir bróðir eiginmannsins fjölskylduna. En ef hann á ekki bróður og enginn vill taka ekkjuna fyrir konu, þá verða börnin að vinna fyrir sér, konan og þau yngstu með betli, eldri drengir með hefðbundinni vinnu. Það þýðir að ekki er um skólagöngu fyrir þau að ræða. Stundum reynir konan að koma börnunum tímabundið fyrir á munadarleysingjahæli, en í verstu tilfellunum hefur hún neyðst til að selja þau frá sér.
Til er að tvær fjölskyldur með menn og konur á giftingaraldri „skipti“ á brúðum til að komast hjá því að greiða brúðarfé. Alvarlegra er þegar fátæk fjölskylda giftist innbyrdis, t.d. thegar frændur eru giftir frænkum sinum. Þar sem þetta viðgengst, er mikið um fæðingargalla og sjúkdóma. Ja, þessi þýska kona hjá Kinderberg var ekki að skafa utan af hlutunum. En það er nú svo með okkur Vesturlandabúa að vid erum gjarnir á að gagnrýna aðrar þjóðir, þó svo að okkar kerfi sé sannarlega langt frá því að vera gallalaust.
::: posted by Salvör at 5:37 f.h.
Magnús Gíslason skrifar 1. agust 2003
Sumarhiti og hassrækt afgönsku löggunnar
Síðustu viku hefur hitinn farið upp í 40-45 stig í skugganum. Skólum hefur verið lokað vegna hitans og verða þeir ekki opnaðir aftur fyrr en eftir nokkrar vikur. Ég hef nóg að gera eftir að fækkaði um 5 manns í deildinni, er allan daginn á flakki um Kabul. Hitinn venst ótrulega vel, ekkert mal er að vera úti í sólinni allan daginn. Drekka þarf hins vegar ósköpin öll af vatni. Uppskera númer 2 er komin vel á veg á ökrunum her i Kabul. Framan við eina lögreglustöðina sem við erum að endurbyggja, er garður. Þar rækta afgönsku löggurnar marijuana. Plönturnar dafna vel, eru orðnar um 1 metri á hæð enda vökvaðar reglulega. Í anddyri stöðvarinnar er flaska, hálffull af vatni og blöðum af grunsamlegum plöntum. Safinn er trulega notaður til að styrkja teið sem drukkið er ótæpilega.
Uppgangur í Kabúl
Mikill uppgangur er í Kabul og verulegar framkvæmdir í gangi. Fólk keppist við að laga húsin sín, gera við götur og opinberar byggingar. Verðlag er farið að þokast upp og vinnulaun sömuleiðis. Siðan eg komhefur t.d. verkamannakaup hækkað ur 2 í 3 dollara á dag. Nóg er að gera í múrsteinabrennslunni, enda eru flest hús ur múrsteinum. Í stærri húsum er þó burðarvirki og plötur á milli hæða ur steinsteypu. Dæmigerð íbúðarhús eru á einni hæð. Neðst er um 1 metra undirstaða; veggur hlaðinn úr grjóti. Þar ofan á koma veggir hlaðnir ur múrsteinum. Utan á múrsteininn er smurt leir, blönduðum hálmi. Gluggar eru fáir og smáir. Þakið eru lárettir trjabolir með borðviði. Þar ofan á er þykkt lag af leir blöndum hálmi til einangrunar. Umhverfis húsin er dálítill garður, umlukinn 3 metra háum vegg. Veggurinn er vörn gegn ræningjum, ryki og vindum. Innan hans geta börn leikið ser óáreitt og konurnar gengið um án þess að klæðast burkha. Útlit húsanna minnir á svokallaðan "Adobe Architecture" eins og sést t.d. í Nyju Mexikó og Arisóna í Bandaríkjunum.
Friður í Kabúl, skálmöld annars staðar
Eftir að við komum til Kabúl, hefur lögum og reglu verið komið á, nokkuð sem önnur svæði i Afganistan hrópa á. Þar ríkir enn skálmöld, sem veldur því að fólk streymir til höfuðborgarinnar í leit að framtíð fyrir sig og börnin sín. Hér er friður, sæmilegt skólakerfi , heilbrigðisþjónusta og
mikil umsvif á vegum alþjóðastofnana. Ekki sakar af við komum með rigningu eftir um 5 ára þurrkatímabil.
Kanadamenn taka við stjórn ISAF
Kanadamenn tóku formlega við af Þjóðverjum og Hollendingum um daginn. Þeir koma með um 1800 manns og eru bunir að reisa sina eigin herstöð á milli gömlu konungshallarinnar og drottningarhallarinnar. Kanadamennirnir eru fremur stuttir og riðvaxnir. Einkennisbúningarnir eru með stafrænu munstri. Smá tíma tekur að venjast kanadíska framburðinum.
Flestir farnir. Fáar konur
Flestir sem hafa unnið með mér siðan í mars eru farnir og nýjir menn komnir í staðinn. Fækkað hefur i sveitinni, úr 20 í 15 manns og verður hún send heim um næstu aramót. Engin kona er í sveitinni eftir að einn bílstjórinn lauk veru sinni hér í apríl. Konur eru ekki nema um 5% af þýska hernum og fáar af þeim sækjast eftir dvöl í Afganistan. Þær sem hér eru vinna flestar við heilsugæslu eða skrifstöfustörf. Verðugt verkefni fyrir jafnréttissinna að taka fyrir málefnið: "Konur og her". Er herþjónusta eitthvað síður fyrir konur en karla? Einhvers staðar las ég að Rússar hefðu gert fyrstu og siðustu tilraunina með kvennaherdeild í fyrri heimsstyrjöldinni. Það gekk ekki vel, 4 af hverjum 5 flýðu aður en á hólminn var komið. Ekkert var gert í þvi af hálfu rússnesku herstjórnarinnar. Hins vegar voru karlar sem flýðu settir í raflostsmeðferð til að lækna þá af stríðsóttanum. Eftir það voru þeir sendir aftur á vígvöllinn.
Tveir Íslendingar núna í Afganistan
Þýskur læknir tjáði mér að komið hefði í heimsókn á herspítalann íslenskur hjúkrunarfræðingur frá Rauða krossinum, að nafni Palína Ásgeirsdóttir. Við erum þa sennilega tveir Islendingarnir hér í Afganistan.
Makaval í Afganistan
Ræddi í fyrsta sinn við afganska konu sem kom her í heimsókn ásamt brasíliskri konu sem vinnur í Kabúl á vegum Evrópusambandsins. Hún hafði numið læknisfræði í 2 ár en hætt námi við valdatöku Talibanastjórnarinnar.
Ensku talaði hún agæta, hafði lært hana heima hjá sér. Aðspurð hvernig makaval færi fram hér í Afganistan, tjáði hún mér að kerfið væri einhvern veginn á þessa leið á meðal Pasthuna, en þeir eru fjölmennir á strangtrúarsvæðum í Suður-Afganistan. Þegar maður er kominn á giftingaraldurinn, 18-25 ara, fara foreldrar hans, einkum móðirin, á stúfana að leita kvonfangs. Pasthunskar stúlkur eru giftan ungar, oftast 13-16 ára gamlar. 21 árs eru þær eiginlega orðnar of gamlar fyrir hjúskaparmarkaðinn. Þegar fundist hefur fundið heppilegt kvonfang, fer ákveðið ferli af stað sem getur tekið 1-3 ár. Á þeim tima fá verðandi brúðhjón ekki að sjá hvort annað. Foreldrar og bræður brúðarinnar koma nokkrum sinnum í heimsókn til fjölskyldu brúðgumans, forvitnast þarf um eignastöðuna og athuga hvort tilvonandi tengdasonur er ekki stakur reglumaður á áfengi og gras. Ef allt gengur upp, er haldið brúðkaup, sem yfirleitt er mjög kostnaðarsamt fyrir fjölskyldu brúðgumans. Þessi hjónabönd virðast endast mun betur heldur en á Vesturlöndum. Einkar heppilegt virðist að láta mæðurnar sjá um þetta, þær hafa rúman tíma, enda flestar heimavinnandi. Ef fjárhagurinn leyfir, geta menn tekið sér 4 konur. Þetta fyrirkomulag veldur reyndar vandræðum; fjöldinn allur af ungum mönnum hefur ekki ráð á því að fá sér konu og stofna heimili. Þegar atvinnuleysi bætist við, er leiðin oft stutt yfir í glæpi og eiturlyf, sem nóg er af hér i Afganistan.
Samstarf margra þjóða í öryggisgæslusveitum
Alltaf er jafn gaman að fylgjast með þvi hvernig herir hinna 29 þjóða innan öryggisgæslusveitanna vinna saman. Tiltölulega stutt er síðan þessar þjóðir voru i stríði hver við aðra innan Evrópu. Vissulega er sagan oft rifjuð upp, en hér vinna menn saman og horfa til framtiðar.
Fór um daginn með Ítölum til að dreifa skólagögnum á munaðarleysingjahæli. Ítalirnir gáfust upp eftir nokkurn tíma, útilokað var að halda strákunum í biðröð til að einfalda úthlutun. Þeir réðust framfyrir stúlkurnar, sem voru mun agaðri. Í framhaldi af þessu ákvaðu Ítalarnir að dreifa einungis skólagögnum til stúlkna, strákarnir verða bara að eiga sig, þeir hafa hvort eð er löngum verið forréttindastett hér í Afganistan.
Magnús Gíslason
*****************************
Magnús skrifar frá Afganistan 5. Juli 2003
I gaer var thjodhatidardagur Bandarikjamanna og mikill vidbunadur her I Kabul. Astandid var tho ekki eins og i myndinni “Independence Day“. En allt getur gerst her I Afganistan. Thyskur laeknir sagdi mer um daginn ad islenskur hjukrunarfraedingur hja
Raudakrossinum her vaeri vaentanlegur I heimsokn hingad i herstoedina. Beid I um 1 klst. i Thyska sjukratjaldinu, en enginn kom Islendingurinn.
For i fyrradag i fyrsta skipti i ferd med Nordmonnunum. Thad var sameiginleg ferd med Frokkum til ad dreifa ritfongum og mat a
munadarleysingjahaeli her I Kabul. A thessu haeli voru strakar og stelpur upp ad 12 ara aldri. A odru haeli, sem eg heimsotti i fyrradag voru einungis strakar eldri en 12 ara. Thar voru vatns- og skolpmal i olestri. 20 drengir eru hafdir saman i herbergi. Ekki virdist naudsynlegt ad vera med serstakt haeli fyrir stulkur eldri en 12 ara, enda eru thaer trulega farnar ad nalgast giftingaraldurinn her i landi. Ekki vantar styrktaradila fyrir thessi munadarleysingjahaeli her i Kabul, vandamalid eru haelin annars stadar i Afganistan. Reyndar var mer tjad ad adeins hluti thessara krakka vaeru foreldralausir. Mikid vaeri um ad born vaeru tharna vegna erfidra heimilisadstaedna, faeru hinsvegar heim 1-2 daga i viku. Afgonsk-Amerikonsk kona er yfirmadur munadarleysingjamala her i Afganistan. Thad er mikill kraftur i henni og hun hefur smalad saman fjolda styrktaradila.
Thad sem hun kvartar undan eru taeknimalin. Brjota tharf oll vidfangsefni upp i verkthaetti, forgangsrada theim og fa thau unnin af afgonskum verktokum ad undangengnu utbodsferli. Hafa tharf gott eftirlit med verktokunum og greida theim eftir framvindu verks. Vid getum hjalpad henni hvad thetta vardar. Afganirnir eru fljotir ad laera og virdast verkmenn godir. Their kippa velum ur vorubilunum sinum og gera vid thaer i gotukantinum. A flugvellinum sjast karlar med voldugt skegg og turban gera vid thotur afganska flugfelagsins Ariana. Thotunum hefur nu fjolgad ur 2 I 8, samfara aukningu I innanlandsflugi. Flugstjori med turban ? Af hverju ekki ?
Heimsotti idnskola med allskonar rafknunum taekjabunadi, t.d. rennibekkjum. Allt var I lamasessi sokum rafmagnsleysis. I stridinu hafdi um 15 metrum af 15 kV streng verid stolid, asamt rofabunadi. Vid getum greitt vidgerdina, en skolinn verdur ad semja vid rafveituna I Kabul um ad kaupa efni og vinna verkid; their eru med haspennuverktaka a sinum snaerum.
Hitti rafveitustjorann um daginn, hann er nytekinn vid embaetti. Adstodarmenn hans hofdu mikinn ahuga a ad fa fotbolta fyrir knattspyrnulid rafveitunnar; fotbolti er vinsaell her i Afganistan. Einn yfirverkfraedingurinn treysti okkur fyrir frumriti einlinumyndar af ollu
raforkukerfinu her i Kabul. Um 2 fermetra „Masterplan“ sidan 1979, eda fra upphafi innrasar Sovetrikjanna. Thad hefur orugglega ekkert baest vid sidan tha, frekar ad eitthvad hafi dottid ut. Vid forum med teikninguna i skonnun og notum hana i verkefnum sem varda endurrafvaedingu Kabul.
::: posted by Salvör at 4:53 f.h.
júlí 05, 2003 :::
27. juni 2003
Tha er eg kominn aftur i herbudirnar eftir afallalaust ferdalag. Hitinn fer vaxandi og er nu 36 gradur um midjan daginn i skugganum. Loftid er thurrt, thannig ad stundum lidur manni eins og i saunaklefa an vatns. Samt svitnar madur undan vestinu. Eftir daginn eru komnar saltrendur a einkennisbuninginn. I eldhusinu er farid ad baeta toluverdu salti i matinn
til ad baeta upp tapid. Drekka tharf mikid vatn ef menn eru uti i hitanum, um 5 litra a dag.
Nu er uppskerutiminn i Afganistan i fullum gangi. Ofridur er med minnsta moti, mikid ad gera a okrunum og valmuauppskeran aetlar ad sla oll met. Ja, hedan kemur mestur hluti heimsframleidslunnar af opium og heroini. En
einginn treystir ser til ad sporna gegn thessu eftir ad Talibonum var komid fra voldum. Stridsherrarnir fa einnig ad vera I fridi. Althjodlegu oryggisgaeslusveitirnar treysta ser adeins til ad sja um Kabul og nagrenni. Kanadamenn koma i agust med um 2000 manns. Their eru nu ad reisa herstod stutt fra gomlu konungshollinni. Thjodverjar faekka um leid verulega i
sinu lidi.
A naestu vikum endurnyjast min sveit ad mestu leyti. Tha fara their sem hafa verid med mer sidustu 4 manudi. Trulega verdur sveitin 15 manns I stad 20. Eg hef reynt ad sannfaera Thjodverjana um agaeti thess ad koma i heimsokn til Islands, synt theim ljosmyndabaekur a thysku og fleira. Ekki er osennilegt ad einhverjir skili ser. Sumir hafa serstakan ahuga a vikingatimabilinu og heidinni tru. Eg kom med thad sem eg fann um thad a thysku. Islenski faninn blaktir nu her fyrir utan asamt thyska gunnfananum. Thad fellur mjog i kramid.
Var 2 daga I sidustu viku I faedi hja afgonsku logreglunni vegna vinnu vid loggustod. Serstakt dalaeti hafa Afganir a kindakjoti, ekki sist a fitunni. Fitan sem rennur af vid suduna er bordud ur skalum eins og supa. Afganskt braud er haft med til bragdbaetis. Kjotid er bordad med kartoflum eda hrisgrjonum. Afgonsk jogurt er serstok, agaet en fremur sur. Ekki thordi eg ad spyrja hvadan mjolkin er fengin. Kameldyr, geitur og karakulfe kemur medal annars til greina. Graenmetid er svipad og a vesturlondum en kryddid torkennilegt. Te er haft med til drykkjar. Setid er ad snaedingi flotum beinum a golfinu og matast med hondunum ad afgonskum sid. Oll thjonusta er innt af karlmonnum, adeind einu sinni eda tvisvar
hefur mer verid borid te af konu her I Afganistan.
A logreglustodina hafdi eg ekki komid I nokkurn tima og virti fyrir mer framkvaemdir. Serstaka athygli vakti handgrafin gryfja um 6 metrar a kant, 4 metrar a dypt. Hvad var thetta nu, 1000 manna fjoldagrof eda hvad? Nei thetta atti ad verda haughus fyrir stodina; frarennsliskerfi nedanjardar er ekki til stadar I Kabul. Gumsinu verdur svo daelt a tankbila og thvi komid burt. Sed hef eg til slikra tankbila losa kjarngodan vokva a akrana I Kabul. Ja thannig ma fa baedi okepis vatn og aburd til raektunarinnar. Tankbilarnir spara eldsneyti I leidinni. Mjog umhverfisvaent fyrirkomulag.
Skondid mal kom upp um daginn, sem magnadist upp i thvi litla samfelagi sem er her i herstodinni. Sviarnir eru med sina adstodu stutt fra einum vardturnanna, monnudum Thjodverdum. Saensk velutlitandi herkona hafdi vist fyrir sid ad sola sig faklaedd a thaki einnar saensku byggingarinnar. Thjodverjinn i turninum sveikst um a verdinum, for ad beina sjonaukanum inn til Svianna i stad thess ad fylgjast med ovininum fyrir utan. Hann mun hafa farid med eitthvad fleira upp i vardturninn en velbyssuna. Kom thar vid sogu myndavel med addrattarlinsu. Sa thrjotur mun hafa tekid myndir,
synt thaer felogunum a fartolvunni sinni og sett thaer a heimasiduna sina a Internetinu. Malid komst upp thegar annar hver madur var kominn med tha saensku a heilann og gerdu ser ferdir a saenska barinn til ad berja hana augum. En atti einhver sok I thessu mali ? Menn voru sammala um ad vardmadurinn hefdi snuid ofugt i vardturninum og ad soldyrkandinn hefdi att ad passa sig betur. Hun hefdi att ad vita ad bert skandinaviskt hold i landi burkaklaeddra kvenna vaeri of mikil freisting fyrir dreng fjarri heimahogum. Ekki toldu Thjodverjarnir vid haefi ad vera bara i hluta einkennisbuningsins, thad er buxunum, i solinni. Skv. Thyskum reglum a ad sola sig i sundskylu eda stuttbuxum; ekki i einkennisbuningnum eda neinum hluta hans. Birting myndanna a Netinu var ad sjalfsogdu fyrir nedan allar
hellur. Malid leystist med afsokunarbeidni og myndirnar voru teknar ur umferd.
Kom I stulknaskola nokkurn eftir um 3 vikna hle. Tok eftir thvi ad nu var leitad i skolatoskum theirra allra vid innganginn. Margar komu og foru I burkha. I thessu hverfi er gengid eftir thvi ad stulkur beri burkha a almannafaeri strax vid kynthroskaaldurinn. Mikil vidkvaemni er gagnvart naudsynlegum heimsoknum okkar i stulknaskolana
vegna endurbyggingar theirra. Thad er t.d. alls ekki vid haefi ad snerta kvenfolk, t.d. med thvi ad heilsa med handabandi.
Afganskur teppasali, 30-35 ara med adstodu her I herstodinni bad mig um daginn ad kaupa fyrir sig svartan haralit. Hann er enn ogiftur og var af fara ad leita ser kvonfangs. Skeggid var hinsvegar farid ad grana og olli
thad honum miklum ahyggjum, enda tharf hann sjalfsagt ad finna ser mun yngri konu en hann er sjalfur. Mer skilst ad makaval her se ekki minna fyrirtaeki en ad kaupa ser ibud heima a Islandi. Thad tharf ad skoda otal valkosti og semja um verd. Stundum tharf ad bida eftir theirri rettu. Og ekki thydir ad vera alveg blankur, brudguminn verdur ad greida fjolskyldu brudarinnar. Eg let karlinn fa svartan Wella haralit fyrir viku sidan. Umbudirnar voru med mynd af svarthaerdri konu. Sidan hefur hann ekki sest. Vonandi hefur hann fundid einhverja. Ef svo er, tha er hun orugglega svarthaerd eins og hann sjalfur.
Bestu kvedjur,
Magnus
::: posted by Salvör at 1:56 f.h.
5. Juli 2003
I gaer var thjodhatidardagur Bandarikjamanna og mikill vidbunadur her I Kabul. Astandid var tho ekki eins og i myndinni “Independence Day“. En allt getur gerst her I Afganistan. Thyskur laeknir sagdi mer um daginn ad islenskur hjukrunarfraedingur hja Raudakrossinum her vaeri vaentanlegur I heimsokn hingad i herstoedina. Beid I um 1 klst. i Thyska sjukratjaldinu, en enginn kom Islendingurinn.
For i fyrradag i fyrsta skipti i ferd med Nordmonnunum. Thad var sameiginleg ferd med Frokkum til ad dreifa ritfongum og mat a munadarleysingjahaeli her I Kabul. A thessu haeli voru strakar og stelpur upp ad 12 ara aldri. A odru haeli, sem eg heimsotti i fyrradag voru einungis strakar eldri en 12 ara. Thar voru vatns- og skolpmal i olestri. 20 drengir eru hafdir saman i herbergi. Ekki virdist naudsynlegt ad vera med serstakt haeli fyrir stulkur eldri en 12 ara, enda eru thaer trulega farnar ad nalgast giftingaraldurinn her i landi. Ekki vantar styrktaradila fyrir thessi munadarleysingjahaeli her i Kabul, vandamalid eru haelin annarsstadar i Afganistan. Reyndar var mer tjad ad adeins hluti thessara
krakka vaeru foreldralausir. Mikid vaeri um ad born vaeru tharna vegna erfidra heimilisadstaedna, faeru hinsvegar heim 1-2 daga i viku.
Afgonsk-Amerikonsk kona er yfirmadur munadarleysingjamala her i Afganistan. Thad er mikill kraftur i henni og hun hefur smalad saman fjolda styrktaradila. Thad sem hun kvartar undan eru taeknimalin. Brjota tharf oll vidfangsefni upp i verkthaetti, forgangsrada theim og fa thau unnin af afgonskum verktokum ad undangengnu utbodsferli. Hafa tharf gott eftirlit med verktokunum og greida theim eftir framvindu verks. Vid getum hjalpad henni hvad thetta vardar.
Afganirnir eru fljotir ad laera og virdast verkmenn godir. Their kippa velum ur vorubilunum sinum og gera vid thaer i gotukantinum. A flugvellinum sjast karlar med voldugt skegg og turban gera vid thotur afganska flugfelagsins Ariana. Thotunum hefur nu fjolgad ur 2 I 8, samfara aukningu I innanlandsflugi. Flugstjori med turban ? Af hverju ekki ?
Heimsotti idnskola med allskonar rafknunum taekjabunadi, t.d. rennibekkjum. Allt var I lamasessi sokum rafmagnsleysis. I stridinu hafdi um 15 metrum af 15 kV streng verid stolid, asamt rofabunadi. Vid getum greitt vidgerdina, en skolinn verdur ad semja vid rafveituna I Kabul um ad kaupa efni og vinna verkid; their eru med haspennuverktaka a sinum snaerum. Hitti rafveitustjorann um daginn, hann er nytekinn vid embaetti. Adstodarmenn hans hofdu mikinn ahuga a ad fa fotbolta fyrir knattspyrnulid rafveitunnar; fotbolti er vinsaell her i Afganistan. Einn yfirverkfraedingurinn treysti okkur fyrir frumriti einlinumyndar af ollu raforkukerfinu her i Kabul. Um 2 fermetra „Masterplan“ sidan 1979, eda fra upphafi innrasar Sovetrikjanna. Thad hefur orugglega ekkert baest vid sidan tha, frekar ad eitthvad hafi dottid ut. Vid forum med teikninguna i skonnun og notum hana i verkefnum sem varda endurrafvaedingu Kabul.
::: posted by Salvör at 1:56 f.h.
Magnús á Íslandi
Salvör skrifar:
Magnús var á Íslandi í tíu daga í júní. Kristín Helga fermdist í Áskirkju 15. júní. Hér eru myndir frá fermingunni og veislunni
::: posted by Salvör at 1:38 f.h.
júní 10, 2003 :::
Fjölmiðladagur
Salvör skrifar:
Magnús kom á sunnudagsnóttina, daginn eftir hryðjuverkaárásina. Hann kom í einkennisbúningnum og ferðatöskurnar hans týndust á einhverjum herflugvelli sem hann millilenti á. Fjölmiðlar hafa núna áhuga á frásögn hans á lífinu í Afganistan. Morgunblaðið talaði við hann í gær og birti pistil með myndinni sem ég sendi þeim á baksíðu, Þórarinn á Fréttablaðinu tók símaviðtal og sendi ljósmyndara, Guðjón kom frá fréttastofa Útvarpsins og tók upp viðtal, Borgþór kom frá fréttastofu Sjónvarpsins og tók viðtal út í garði og svo er Magnús núa að fara í Ísland í dag klukkan sjö og tala við Dóru Takefusa. Svo hringdi Svanhildur líka frá Kastljósinu en hann kemst ekki þangað í dag
::: posted by Salvör at 10:20 f.h.
júní 07, 2003 :::
Hryðjuverkaárás á ISAF rútu - Magnús var í seinni hópnum
Salvör skrifar:
Það var gerð hryðjuverkaárás á ISAF friðargæsluliða í morgun, það var leigubílsstjóri með sprengiefni sem klessti á ISAF rútu og sprengdi sjálfan sig í loft upp og rútuna um leið. Það létust fjórir og margir særust lífshættulega. Það voru 33 friðargæsluliðar í rútunni sem var á leið út á flugvöll en auk þess slösuðust margir Afganar sem voru þarna á ferð. Hér er fréttin á ISAFKABUL.ORG og hér er fréttin á BBC.
Magnús var að hringja frá Afganistan rétt áðan og hann var ekki í rútunni sem sjálfsmorðsárásin var gerð á. Það munaði hins vegar mjóu. Þeir sem voru að fara frá Kabúl til Þýskalands áttu að ferjast í tveimur hópum í flugvél yfir Hindu Kush fjöllin. Fyrri hópurinn lagði í dag og átti svo að bíða í Uzberkistan yfir nótt og svo báðir hóparnir að fara þaðan með sömu flugvél til Þýskalands. Hann lenti í seinni hópnum. Það var á fyrri hópinn sem sjálfmorðsárásin var gerð.
Magnús reiknar með að vera kominn til Íslands á mánudag eða þriðjudag.
Kristín á að fermast sunnudaginn 15. júní í Áskirkju.
::: posted by Salvör at 12:43 e.h.
júní 02, 2003 :::
Fursten aus Island
2. juni 2003.
I gær helt eg upp a afmalid mitt med Thjodverjunum. Viss reynsla ad sja um grillveislu fyrir heila herdeild. Veislan stod fra kl. 18:00 til 23:00 og heppnadist vel. Nu fer eg ut af kampinum flesta daga med Thjodverjunum, Finnum eda Svium til ad fylgjast med verktokum I uppbyggingarstarfinu. Thad er afskaplega gaman ad ferdast um Kabul I herbil, med einkabilstjora. Serstaklega thegar madur er Oberstleutnant (OTL) og thar ad auki National Contingent Commandor (NCC). Thyskur yfirmadur her vann med Magnusi Hallgrimssyni verkfraedingi i Bosniu. Hann tok mig upp a arma sina thegar eg var nykominn hingad og skradi sem NCC i kerfid hja oryggisgaeslusveitunum. Tho ad islenska sveitin se bara eg, kemur thad ekki ad sok. Eg fae bod a hinar ymsu uppakomur og gledskap, asamt herforingjum og yfirmonnum hinna 29 thjoda sem her eru ad storfum.
Thad fer ekki hja thvi ad monnum finnist thessi litla islenska sveit innan thyska hersins forvitnileg. I sidasta frettabladi ISAF var birt grein um mig, asamt mynd. Eg er thvi ordinn fraegur madur, a.m.k. her a kampinum. "Fursten aus Island" segja felagarnir stundum i grini.
Ljóshærðir og bláeygir Afganar
1. juni 2003.
Enn einn dagur i sol og 25-30 stiga hita. Gotta ad fara i solbad i hadeginu, eftir matinn. Innfaeddir reyna tho ad fordast solina, flottast ad vera hvitur ad theirra mati. Konurnar skyla ser med regnhlifum, slaedum eda burkum. Ljosasta folkid kemur fra Nordur-Afganistan, t.d. fra borginni Mashar-E-Sharif. Thar eru margir ljoshaerdir og blaeygir. Sennilega ein astaedan fyrir Ariadyrkuninni her i Afganistan. Helsti yfirstettarskolinn her i Kabul heitir Armani, stofnadur af Thjodverja fyrir longu. Thar laera Afganir t.d. thysku, med dyggum studningi Thyskalands. Tulkarnir okkar munu flestir hafa numid vid thann skola. Allt fra sidasta Bretastridinu 1919 hafa Thjodverjar verid i miklum metum i Afganistan. I skolunum er tho logd megin ahersla a ensku, ef marka ma tungumalakunnattu unga folksins sem thyrpist i kringum okkur, hvar sem vid komum. "How are you" med roddudu erri og "Give me a pen, Thank you" syngur I litlu krokkunum. Vid megum tho ekki gefa theim neitt, thad myndi hvetja thau til ad hlaupa ut a goturnar I veg fyrir bilana.
Ratað eftir GPS í miðbænum
Gekk med Finna i dag um eina af adal verslunargotum Kabul, "Chicken Street". Onnur, heldur minni gata, heitir "Flower Street". Annars eru hvorki gotur ne hverfi merkt. Allar stadsetningar hja okkur eru thvi gefnar upp I GPS-hnitum, hvort sem um er ad raeda skyrslur eda samskipti vid stjornstod ur bilum. GPS-taeki eru I hverjum bil, somuleidis kort af Kabul og nagrenni I sama hnitakerfi.
Minningarathöfn um fallna hermenn
31. mai 2003.
Snemma i I morgun var athofn til minningar um tha hermenn sem fallidhafa i valinn undanfarid. Thar er annarsvegar um ad raeda ungan Thjodverja sem ok a skriddrekasprengju, hinsvegar 62 spanverja sem letust a heimleid eftir 4 manada thjonustu i Kabul. Leiguvel i vafasomu astandi brotlenti med tha i Tyrklandi. Tilkomumikid ad sja 1000-2000 menn thramma um kampinn i takt, skipt upp eftir thjodum og herfylkjum. Fremstir foru felagar drengsins med stora mynd af honum, thar a eftir kom einn af bilum sveitar hans med kistuna, sveipada thyska herfananum. Felagi hans i bilnum slasadist og var fluttur til Thyskalands. Ja, menn fara hedan ymist lodrettir eda larettir, eg gaeti truad af affollin seu 1-2 % a ari. En thetta er gangur lifsins i her. "Tot ist tot. So ist das." segja Thjodverjarnir og lifid heldur afram sinn vanagang. Reyndar hefur verid flaggad i halfa stong undanfarnar vikur, hjartaafoll hafa einnig hoggid skord i mannskapinn.
Brauð og súkkulaðikex fyrir búrkaklæddar konur
For i morgun ad dreifa einhverjum tonnum af braudi og sukkuladikexi, trulega umframbirgdir fra motuneytinu. Thetta var losad inn i gard nokkurn i hverfi thar sem fataekt er mikil. Tvo hlid voru a gardinum. Inn um annad var burkhaklaeddum konum hleypt inn af vopnudum afgonskum logregluthjonum. Ekki voru karlmenn sjaanlegir i bidrodinni, trulega fyrir nedan theirra virdingu. Mikill atgangur var a svaedinu og konunum hleypt inn 50 i einu. Thaer fengu hver um 5 braud og einn kassa af sukkuladikexi. Ljost var ad sumar foru aftur i bidrodina og nyttu ser ad i burkha thekktu dyraverdirnir thaer ekki aftur. Innan hlidsins var hinsvegar kona sem virtist thekkja thaer og rak ut med hardri hendi thaer sem adur hofdu fengid sinn skammt.
Nýr yfirmaður, meira ferðafrelsi
I dag tekur vid nyr yfirmadur vid sveitinni sem eg er i, kapteinninn fer heim til Thyskalands. Reyndar tel eg ad Afganistan hafi kannski ekki verid retti stadurinn fyrir hann, gamlan sjohund af Atlantshafi. Vonandi kemst hann til sjavar aftur. Síðustu vikurnar eftir skotarasina a Nordmennina fekk eg varla að fara ut af kampinum. Nuna er thad hinsvegar komid i lag. Tho ad thad se haegt ad ymislegt a kampinum yfir daginn, tha er mun skemmtilegra ad aka um Kabul. Med eigin bilstjora i Bensjeppa og aukabil til oryggis. Thad er tho ekki a hverjum degi sem thad tharf ad fylgjast med verktokum, kannski annan hvern dag.
Stulknaskoli i byggingu - Verktakavinna
Hef verid ad vinna i utbodi med Svium og Finnum vegna stulknaskola nokkurs. I skolanum eru um 30 kennslustofur asamt odrum rymum. A lodinni er einnig dagheimili og adstada fyrir vaktmenn. Verkefnid felst i thvi ad koma rafhitun og lysingu i thessar byggingar. Til thess tharf ad leggja heimtaug fra spennistod, setja upp rofa vid spenninn, adaltoflu og greinitoflur i byggingarnar, tengil og tvo flurljos i hverja stofu, asamt lysingu a gongum. Sex verktokum var bodid at skila inn tilbodi i verkid. Eg syndi theim stadinn og viku sidar skiludu their inn tilbodi, efnislista med verdum og honnunarteikningu. Verktimi er 1 manudur. Vid voldu thann sem okkur leist best a, heildarverd med efni og vinnu 6500 dollarar. Eftir vidraedur vid verktakann ver gerdur samningur upp a 9500 dollara. Fyrir svona verk thyrfti sjalfsagt ad borga 20-30 sinnum meira heima a Islandi. Efnid kaupa their odyrt fra nagranna sinum Iran og ekki er timakaupid ad sliga tha; 2 dollarar a dag fyrir verkamanninn, en 7 dollarar fyrir rafvirkjann.
Their eiga ad hefja verkid a morgun og fa thrjar greidslur. Eina vid undirskrift samnings, adra thegar verkid er halfnad og thridju vid verklok. Eg verd eftirlitsadili med verkinu og maeti a stadinn einu sinni til tvisvar i viku. Allar greidslur fara fram med reidufe, dollurum, thvi enginn erlendur banki starfar i Afganistan. Thetta thydir ad uppbyggingarstarfinu fylgja otrulegir flutningar a sedlum vestan ur Evropu. Erfitt er ad koma i veg fyrir spillingu i thessu umhverfi.
Ástandið í Afganistan - Ópíum
Afganistan er mjog fataekt land og tharf svo sannarlega a thessu fe ad halda til ad koma ser a lappirnar eftir 23 ara eydileggingu. Landid hefur ekkert til ad flytja ut, nema teppi, ull, skartgripi og steina. Flest annad thurfa their ad flytja inn. Eitt er tho sem skapar tekjur, en thad er raektun valmuans. Henni er stjornad af stridsherrum. Fjarmagnid sem opium og heroinframleidslan skilar er undirrot ataka theirra a milli. Their eru latnir i fridi i dag af Bandarikjamonnum, enda hjalpudu their til vid ad koma Talibonunum fra a sinum tima.
Afganistan framleidir trulega 75% opiums i heiminum. Mest af thvi fer til vesturs i gegnum gomlu Sovetlydveldin. Um daginn var i Kabul tekinn bill med farm af hreinu heroini, ekki nokkur gromm,heldur halft tonn. Thetta gerir stridsherrunum kleyft ad vera med sina eigin heri, tiltolulega vel vopnum buna. Ef their saeju ser hag i thvi ad koma okkur burt hedan, tha vaeru their longu bunir ad thvi. En their njota sjalfsagt gods af uppbyggingarstarfinu eins og adrir, a medan thad varir.
Eg tel ad ef fridur helst i landinu og ef thad tekst ad koma efnahagslifinu af stad aftur, tha verdi Afganir ekki lengi ad byggja landid upp aftur. Their eru vinnusamir, hardgerdir, naegjusamir og stoltir af sinum uppruna. Theim hefur tekist ad sigra tvo heimsveldi; thad breska og svo Sovetrikin salugu. Vandraedin eru adallega thau ad hinum mismunandi thjodum innan Afganistan kemur illa saman.
Lífið í herbúðunum
Nokkrar breytingar hafa ordid a adstodu okkar her a kampinum. Vid fluttum vinnugamana upp ad svefnskalanum, thannig ad nu eru adeins nokkrir metrar I vinnuna. Vid hlidina er svo tjald med sjonvarpi og setustofu. Thar er oft fjor a kvoldin. Byrgid okkar "bunker" er rett hja. Thar uppa er solbadsadstada. Orstutt er i motuneytid. Thetta er afskaplega thaegilegt fyrirkomulag, t.d. er notarlegt ad leggja sig eftir matinn. Bilarnir standa fyrir utan. Kampurinn er reyndar adeins um 800x300 metrar, thannig ad allar vegalengdir eru stuttar innan hans.
I rauninni er lifid i svona herstod tiltolulega thaegilegt. Thetta er karlasamfelag, tiltolulega einfalt. Menn fa husnaedi, faedi, klaedi og okutaeki. Fotin theirra eru thvegin og husnaedid thrifid. Thattaka um 30 thjoda tryggir althjodlegt andrumsloft og menn eignast marga kunningja. Einkennisbuningur tryggir visst jafnraedi, fyrir utan thad ad ekki tharf ad velta fyrir ser i hvada fotum a ad vera thennan og thennan daginn. Ef vaxtarlagid breytist, er einfaldlega gamla buningnum skilad inn fyrir nyjan. Allar staerdir virdast vera til. Svo er Markidmidid med dvolinni skyrt: Tryggja fridinn og sinna uppbyggingarstarfi.
Samkennd og samhjálp
"Kameradschaft" er nokkud sem erfitt er ad utskyra, en er af morgum talid mjog mikilvaegt i herthjonustu. 12. grein laga thyska hersins fjallar meira ad segja um "Kameradschaftpflicht". Samkennd, samhjalp og jakvaett andrumsloft innan hvers hops og a milli hopa, er hluti af thessu fyrirbaeri. Ekki er ad undra ad t.d. their sem koma ur erfidu umhverfi eda eru an fjolskyldu, liki vel i hernum. Thjodverjarnir hafa undantekningarlitid reynt ad gera vel vid thennan islenska utlending sem ratad hefur inn i theirra radir.
::: posted by Salvör at 8:55 f.h.
maí 27, 2003 :::
Myndir sem Magnús hefur tekið í Afganistan
http://starfsfolk.khi.is/salvor/ljosmyndir/afganistan/afganmyndir1.htm
http://starfsfolk.khi.is/salvor/ljosmyndir/afganistan/afganmyndir2.htm
http://starfsfolk.khi.is/salvor/ljosmyndir/afganistan/afganmyndir3.htm
::: posted by Salvör at 12:57 f.h.
Heimsókn í Listasafnið í Kabúl
Midvikudagur 21 mai 2003.
Hef ekki komist í internetsamband í nokkurn tíma. Skrifstofan með tölvunni lokuð í fjarveru yfirmanns.
Heimsótti um daginn myndlistasafnið i Kabul, „National Gallery“. Það er í virðulegu húsi frá nýlendutíma Breta. Verið er að laga húsið að innan. Safnið á um 400 málverk, í mjög misjöfnu ástandi. Töluverð grisjun hefur átt sér stað í gegnum tíðina, enda búið að ræna safnið fjórum sinnum að sögn safnstjórans, konu á besta aldri. Hún biður um peninga fyrir efnum til að hreinsa gömul verk og til að kaupa ný af afgönskum listamönnum. Flokkast tæplega sem uppbyggingarstarf.
Heimsókn á íþróttaleikvang
Fór einnig á íþróttaleikvanginn í Kabul, “Olympic Stadium”. Ekki veit ég til þess að ólympíuleikar hafi verið haldnir þar og staðurinn stendur tæplega undir nafni miðað við kröfur I dag. Afganir gætu þó náð langt ef “Bukhasi” væri tekin inn sem keppnisgrein. Þar eru liðin á hestbaki og leikmenn fleygja á milli sín dauðri geit. Leikurinn virðist snúast um það að koma geitinni í mark með öllum tiltækum ráðum. Leikurinn er ekki spilaður yfir sumartímann, þá er of heitt. Ithrottafromudina a thessum stad vantadi buninga fyrir keppni i fotbolta vid nagrannann Iran. Flokkast ekki sem uppbyggingarstarf.
Heimsókn í barnaheimili við kvennafangelsi
Hef farid nokkrar ferdir a barnaheimili vid kvennafangelsi nokkurt. Thar eru geymd born theirra kvenna sem taka ut sina refsingu. Sennilega var thetta tukthus framfor I malefnum kvenna fra timum hydinga og grytinga skv. Sharia-logunum svokolludu. Thar er refsing akvedin af thorpsleidtogum “maliks” i samradi vid truarleidtogana “mullahs” samkvaemt tulkun strangtruarmanna a Korarinum. Truarleidtogar vilja nu taka upp Sharia login i Afganistan og skilgreina thad opinberlega sem Islamskt riki, eins og t.d. Iran.
Umhverfi barnaheimilisins er ekki gott. Odru megin er voldugur ruslahaugur og skolpskurdur. Hinum megin er fangelsisforin. Sidast settum vid flugnanet i glugga og dyr, komum einnig med moskitisprey, flugan thrifst vel vis slikar adstaedur. Otrulegt ad farsottir brjotist ekki ut I thessu umhverfi. Hins vegar eru Afganir mjog hardgert fjallakyn og thola kannski meira en adrar thjodir.
Skotárás á norska hermenn
Um daginn urdu felagar minir, sem sinna uppbyggingarstarfi a vegum fridargaeslusveitanna her, fyrir skotaras. Thetta var Norskur hopur a tveimur bilum I heimsokn a logreglustod I thorpi nordan vid Kabul. Thorpid er a svokolludum “Shamali” slettum, miklu bardagasvaedi fra dogum Talibana. Tveir menn voru inni ad drekka te med thorpsleidtogum en adrir tveir uti ad passa bilana. Tha hefur uppgjafa Talibani skothrid a tha af husthaki, med Kalashnikoff riffli. Annar Nordmadurinn saerdist lifshaettulega, hinn minna. Their voru sottir med thyrlu og sidar fluttir med sjukraflugvel til Oslo. Their hafa thetta af. Thvi midur voru their ekki i skotheldu vestunum sinum thegar arasin atti ser stad. Thetta atvik veldur pirringi, thvi ad uppbyggingarsveitirnar thurfa af fara ut a medal folksins, eru lettvopnadar og ekki i eins vel vordum okutaekjum eins og t.d. oryggisgaeslusveitirnar. Sviar, Finnar og Nordmenn fara ekki utfyrir kampinn naestu daga eftir svona tilvik, en adrir lata thette ekki a sig fa. Verkefnid her er einfaldlega ekki haettulaust. Fyrir mig thydir thetta eitthvad faerri ferdir ut fyrir kampinn og ekkert flandur um Kabul, a.m.k i bili.
Farinn ad hlakka til ad komast i sma fri, verd vaentanlega a Islandi 10-20 juni. Ferming dotturinnar bidur, sem og ymislegt sem tharf ad sinna, en hefur setid a hakanum.
Magnus H. Gislason
Heimsókn í bandarísku herstöðina Bagram
Laugardagur 3 mai 2003.
I gaer for eg med Svium til bandarisku herstodvarinnar Bagram, um klukkustundar akstur til nordurs fra Kabul. Tilgangurinn var ad skreppa i verslunina thar, en thvi midur var hun lokud. Bagram er mun hraslagalegri kampur en okkar og er tha mikid sagt. Bandarisku hermennirnir eru eins og stubbar midad vid Thjodverjana, Hollendingana og Skandinavana her. Mikid um folk hja theim sem ekki er af Nordur-Evropskum uppruna. Thad liggur vid ad sumir theirra seu of stuttir fyrir M16 byssurnar sinar og dragi thaer a eftir ser. Hja okkur eru margir Hollendingar hinar mestu himnalengjur. Adspurdir hvadan their kaemu fra Hollandi, tjadi einn mer ad their kaemu fra sjavarsidunni, thad vaer naudsynlegt ad vera langur thar ef stiflunrna brystu. Their styttri byggju upp til landsins.
Á leið um hirðingjaslóðir
A leidinni nordur okum vid um steppur thar sem hirdingjar, svokalladir “Nomads” hafast vid. Their bua i tjoldum og flakka um med hjardir sinar, t.d. 50-100 kindur, nokkra asna og kameldyr: Gaman ad sja kameldyrin; virdulegar skepnur. Nu er nog ad bita fyrir hjardirnar eftir rigningarnar I vor. Grasid mun hins vegar skraelna I sumar sokum hita og thurrks. I bakaleidinni forum vid um vidattumikid herad thakid spildum med vinvidi. Vinberin eru bordud fersk ad afgonskum muslimskum sid. Morgum spildum hafdi greinilega ekki verid sinnt arum saman, hus hrunin og ibuarnir fluttir burt. Thetta er tho smam saman ad lagast eftir ad fridur komast a. Ekki spilla rigningarnar I vetur og i vor fyrir.
Veðurbreytingar
Vedrid breyttist skyndilega I fyrrinott, nu blasa kaldir nordanvindar, ovanalegt en hid notarlegasta vedur fyrir mig. Tvetta veldur tjaldbuum vandraedum og ekki sidur konum; burkar eru ekki hannadir fyrir vind og vilja gjarnan fjuka upp. Afgonsk Marylyn Monroe vard einum felaga minum ad ordi thegar einn burkinn var kominn upp fyrir haus.
Karlveldi - fjölkvæmi
Alltaf kemur thad mer a ovart hvad karlaveldid er sterkt her. Ekki virdast nein takmork, nema peningaleg, a thvi hvad karlar geta tekid ser margar konur. Stundum sest a gotu her I Kabul kall med 5-8 burkaklaeddar konur I eftirdragi. Konur thurfa ekki ad klaedast burkum fyrr en vid giftingu, thannig ad liklegast a hann thaer allar. Omegdin getur verid mikil, t.d. 20-30 born, enda a hver kona ad medaltali um 6 born her i Afganistan. Danartidni barna er um 25% og lifslikur um 45 ar. Adspurdir hvort thessir fjolskylduhagir seu skynsamlegir, er vidkvaedid “Allah, Allah er almattugur” Allah bjargar ollu. A sjukrahusunum eru thad eiginmennirnir sem sem koma med konurnar. Thad er theirra ad akveda hvort konur fa laeknishjalp eda ekki.
Eiginmennirnir setja konur í kvennafangelsi
Annad daemi eru kvennafangelsin. Thjodverjarnir eru ad endurbyggja barnaheimili i tengslum vid kvennafangelsi nokkurt. Adspurdur hvers vegna konum vaeri stungid inn, sagdi tulkurinn ad thad vaeri fyrst og fremst vegna agreinings innan fjolskyldunnar. Og hver kemur med konurnar til fangelsisdvalar? Ju, ad sjalfsogdu eiginmadurinn! Einfold lausn a heimiliserjum, t.d. ef konunum kemur ekki vel saman.
Maibaumfest
Thann 1. mai var svokallad “Maibaumfest”. Thjodverjarnir reistu um 20 metra haan stolpa, ofarlega a honum er krans mikill og efst stor fani. Nedar hanga einkennistakn theirra ymsu herdeilda sem her eru ad storfum. Athofnin mun upphaflega vera vorfagnadur. Mikil bjor- og grillveisla var seinnipartinn.
Umferðin í Kabúl
Ur ferdum minum um Kabul undanfarid hef eg mikla reynslu af umferdinni her i Kabul. Hun er undarleg og vegir vondir. Mikid er um bila og umferdarteppur tidar. Allskyns farartaekjum aegir saman, a ymsum aldri og i ymsu asigkomulagi. Bifreidaeftirlit er ord sem ekki fyrirfinnst in mali innfaeddra, t.d. Phastun eda Dari. Innan um bilana eru vagnar sem beitt er fyrir hestum, osnum eda mannfolki. Otrulegt hvad haegt er ad draga stort hlass i einu. Reidhjol, betlarar og torkennilegar skepnur blandast i umferdina sem er hrod. Umferdarljos eru ekki til stadar, en logregluthjonar reyna ad styra umferdinni eftir bestu getu a gatnamotum. Sumir segja ad okkur stafi her mest haetta af umferdinni.
Frárennslismál - Eyðimerkurryk
I midbaenum eru opnir markadir med matvaeli i gotukantinum. Saudakrof hanga thar i krokum, kjot er selt „ferskt“, kjaelar og frystar ad sjalfsogdu ekki til stadar. Skransalar eru ut um allt, gjarnar i gomlum gamum i gotukantinum. Svo virdist sem engu se hent her i Kabul. Stundum minnir borgin a storan ruslahaug. Sorphirda er engin , thad litla sorp sem kemur fra heimilum fer I hauga a milli husa, I gotukantinn eda ut i Kabul arfarveginn, sem yfirleitt er thurr. Thetta sorp er ad mestu lifraenn urgangur sem brotnar tiltolulega fljott nidur. Verra er med skolpid, frarennsliskerfid er mjog frumstaett. Vid staerstu umferdargoturnar , sem eru „malbikadar“, er thad steypt renna sitt hvoru megin vid veginn. I ibudarhverfum eru gotur ekki malbikadar, thar er leir sem vedst upp i rigningu og breytist i fingert ryk thegar hann thornar. Rykid fyllir oll vit thegar thad hreyfir vind. Vorum einmitt ad fa eydimerkurkluta til ad hlifa ondunarfaerunum.
Teboð milli drullupollanna
I thessum hverfum er frarennslid fra husunum leitt beint ut a gotu. Fasti hlutinn safnast I haug framan vid husvegginn, en thad sem er fljotandi fer ymist I grunnar rasir eda I polla a gotunni. Thar myndast graenar forir og gumsid ymist gufar upp eda sigur nidur I leirinn. Thegar hitnar, er ekki haegt ad segja ad thad se ilmur I lofti. Svo leika litlu krakkarnir ser I pollunum eins og barna er sidur. Um daginn vorum vid ad skoda spennistod vid slika gotu I um 30 stiga hita. A milli tveggja myndarlega fora voru bornir ut stolar og bodid upp a te og smakokur. Her i Afganistan er thad donaskapur ad thiggja ekki slikar veitingar. Thad tok meltingarfaerin um solarhring ad jafna sig eftir godgerdirnar. Sennilega hofdu gestgjafarnir ekki sodid vatnid nogu vel fyrir vidkvaema maga adkomumanna. Brunnar eru misdjupir og vatnid ur theim mjog misjafnt. Vatnsveita er ekki til stadar.
Kabúl er martröð
„Martrod ur Thusund og einni nott“ er ein lysing a thessari 3 milljon manna borg og „Road to Hell“ heitir nu einn veganna ut ur borginni. Thar letu tveir Hollendingar lifid eftir ad hafa ekid a sprengju sem ovinurinn hafdi komid fyrir. Sjalfsagt thykir thad ekki mikid tjon i augum innfaeddra sem serstakt raduneyti i stjornsyslunni til ad sinna malefnum latinna og orkumladra stridsmanna, „Ministry of Martyrs and Disabled“ Eg hef keyrt thar nokkrum sinnum framhja, en a eftir ad heimsaekja fyrirbaerid.
Góður þýskur matur og ennþá betri þýskur bjór
Thjodverjarnir kvarta margir undan theim spartverska adbunadi sem their telja sig bua vid her. Vandamalid er ad their eru ordnir svo godu vanir heima fyrir og ur samsvarandi verkefnum annars stadar t.d. i gomlu Jugoslaviu. Thad ma ollu venjast, t.d. finnst mer nu thyski maturinn haettulega godur; hann vill safnast framan a mann. Ekki er thyski bjorinn verri. Sem sagt, er er mjog osammala felogum minum vardandi adbunadinn her.
Magnus H. Gislason
::: posted by Salvör at 12:54 f.h.
apríl 28, 2003 :::
Ráðgjafi í raforkumálum
Föstudagur 25 april 2003.
Hér gengur allt sinn vanagang. Hef verið á flakki med Svíum og Finnum að skipuleggja rafvæðingu hér í Kabúl. Það snýst að mestu um að endurnýja spennistöðvar og línur sem voru eyðilagðar í stríðinu. Flutninsspennan er 110 kV, dreifispennan 15 kV (á að hækka í 20 kV í framtíðinni) og notendaspennan er 400/230 V. Svo virðist sem Austur-Þjóðverjar hafi hannað og aðstoðað við uppbyggingu raforkukerfisins fyrir stríð. Áætluð notkun pr. fjölskyldu er 1 kW, hugsað fyrir lýsingu og sjónvarp. Nóg rafmagn er til næstu 5 mánuði vegna þess að virkjanir ganga vel í þeirri rigningartíð sem verið hefur undanfarið.
Heimsótti ráðuneyti vatns og orkumála.Hitti þar yfirverkfræðing raforkumála í Afganistan. Fróður maður, talaði góða ensku og vissi nákvæmlega um hvað málið snýst. Gaman að hitta hér kollega sinn. Þær þjóðir sem sinna uppbyggingarstarfi hér virðast ætla að nota mig sem ráðgjafa í raforkumálum, enda er ég eini raforkukallinn hér á svæðinu eftir því sem ég best veit. Það er ágætt, þá ferðast ég meira heldur en ég gerði ef ég sinnti einungis verkefnum fyrir Þjóðverjana.
Magnús H. Gíslason
::: posted by Salvör at 3:45 f.h.
apríl 23, 2003 :::
Heimsókn í háskólann í Kabúl
Fimmtudagur 17 apríl 2003.
Hef undanfarið verið önnum kafinn við að hanna rafkerfi í tvær lögreglustöðvar. Fór í fyrradag í heimsókn í Háskólann í Kabúl með nokkrum Svúum, til að athuga hvers vegna uzbekískur spennir sem þar hafði verið settur upp fyrir heimavistina virkaði ekki. Í ljós kom að það átti eftir að tengja hann, setja upp rofaskápa og fleira. Eitthvað sambandsleysi á milli ráðuneyta, eitt ráðuneyti átti að setja spenninn upp, en annað að tengja hann.
Í háskólanum eru um 13000 nemendur og um daginn, í upphafi skólaársins þurfti að vísa um 5000 nemendum frá vegna plássleysis. Það olli nokkrum óróa meðal almennings. Við skoðuðum heimavistina í fylgd vinalegs pilts, sem var að læra tölvuensku “Computer English”. Á vistinni búa um 2700 nemendur, í húsi sem þætti trúlega hæfilegt fyrir nokkur hundruð manns heima á Íslandi. Drengurinn sýndi okkur upphaflega mötuneytið. Eldhúsið hafði verið nýtískulegt fyrir um 30 árum, búið venjulegum rafmagnstækjum. En í stríðinu var allt hreinsað burt úr rafmagnstöflunni og öllum rafmagnsvírum stolið sömuleiðis.
Gömul tækni og nýtísku hlóðaeldhús
Málið leystu Afganir eins og svo oft, með því að hverfa aftur til fortíðar. Þeir reistu hlóðaeldhús á skólalóðinni og bera þaðan matinn upp í mötuneytið. Sérstakt að sjá kartöflur eldaðar fyrir 2700 manns í einu á hlóðum. Í húsi við hliðina höfðu Þjóðverjar byggt nýtt eldhús, nýtísku hlóðaeldhús. Tíu hlóðir í röð, hver með um 100 lítra potti á. Það nytískulega var að hlóðunum var þjónað utanfrá, þar var timbrinu mokað inn og öskunni mokað út. Einnig var reykmengun tiltölulega lítil innandyra, ólíkt því sem var í gamla hlóðaeldhúsinu. Ja, það má nú lengi bæta gamla tækni.
Heimsókn í unglingaskóla fyrir stúlkur
Í gær fórum við í heimsókn í unglingaskóla fyrir stúlkur, sem til stendur af endurbæta. Stúlkurnar voru allar í svörtum kjólum með hvíta slæðu. Þær voru frekar forvitnar, en mjög hlédrægar miðað við strákana á þeirra aldri. Aðeins máttu tveir okkar fara með túlkinum inn í einu af siðferðisástæðum. Afganir eru nefnilega mjög viðkvæmir fyrir því að sýna konur ókunnugum, sérstaklega í skólum. Háir veggir voru í kringum skólalóðina og skólahliðið hulið dúk, til þess að vegfarendur væru ekki að gægjast inn á skólalóðina. Myndatökur að sjálfsögðu alls ekki við hæfi. Yfirleitt er konum illa við myndavélar og stúlkum kennt að forðast myndatökur. Drengir og ungir menn eru hins vegar vitlausir í að láta mynda sig.
Rafmagnsheimtaugin í skólann hafði einhvern tímann verið skemmd og enginn til staðar sem gat gert við. Almenn verkkunnátta hvarf með öllum þeim sem flýðu land í stríðinu sl. aldarfjórðung. Menn höfdu þó reynt að bjarga sér með smávegis lýsingu fyrir skólann. Útbúin hafði verið um 200 metra heimtaug úr ýmsu rusli, venjulegum ídráttarvír, köplum og lampasnúrum. Á samskeytum var vírunum snúið saman eftir bestu getu og pokaplast stundum bundið utanum til einangrunar. Hvorki sáust tengi né einangrunarband. Þetta var ýmist hengt upp í tré eða hent ofan í opna skolprennu og endaði einhver staðar í heimahúsi.
Já, það er af nógu að taka í uppbyggingarstarfi hér í Afganistan.
Magnus H. Gíslason
::: posted by Salvör at 9:26 f.h.
apríl 22, 2003 :::
Stríðsmenn guðs halda páskamessu
Mánudagur 21 apríl 2003.
Þá eru páskarnir liðnir. Ekkert frí tekið, unnið alla helgidagana. Á föstudaginn kom hinn Íslendingurinn hér í Afganistan í heimsókn, Ríkharður hjá Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum. Hann er að vinna nálægt Masar-E-Sharif í norðurhluta landsins við skólabyggingu í þorpi þar. Ekki er það starf áhættulaust, fyrir skömmu var einn af bílum þeirra stoðvaður og Evrópumaður tekinn af lífi. Hinir látnir í friði.
Á laugardagskvöld var brenna og gleðskapur hér, "Eusterfeuer". Á páskadag fór ég í þýska messu í kirkjutjaldinu hér. Um athöfnina sáu tveir prestar í fullum herklæðum, annar katólskur, hinn lúterskur. "Soldiers of God " datt mér í hug og rifjaði upp sögu kristninnar.
Plagsiður heimamanna: eldflaugaárásir
Að loknu stríðinu í Írak, velta menn fyrir sér framhaldinu þar. Danirnir telja að þeim verði falið stórt hlutverk þar, enda tóku þeir þátt í stríðinu með tveimur herskipum á Persaflóa. Þeir áforma að senda þangað 800 manna lið þegar þar að kemur. Þjóðverjar ætla sér einnig þangað og Rússar eru ekki ólíklegir þátttakendur í uppbyggingarstarfinu. Óvinurinn hefur ekki skotið eldflaugum í nokkurn tíma, vonandi tekur fyrir þennan plagsið heimamanna. Þó hafa borist spurnir af sendingu sem þeir ætla okkur; "Mother of all Rockets" sbr. "Mother of all Battles" hjá Saddam og "Mother of all Bombs" hjá Bush. Ja, ja menn grínast með þetta, en vissulega er ákveðin hætta til staðar.
Nytsöm landbúnaðarvél í Afganistan: Jarðsprengjutætari
Jarðsprengjur eru verulegt vandamál, þeim var dreift svo vía í stríðinu. Meira að segja innan Kabul er okkur kennt að gera eins og heimamenn, fara aðeins troðnar slóðir. Mest er hætta fyrir börnin, þau eru svo forvitin af eðlisfari og kunna ekki að forðast hættur. Það verður alltof oft þeirra bani. Reyndar voru Þjóðverjarnir að taka í notkun vél til að hreinsa jardsprengjusvæði s.k. "Minebreaker" Hún hreinsar um einn hektara á dag við góðar aðstæður.
Rigningargalsi
Um páskana kólnaði skyndilega í veðri og það snjóaði í I fjöllin hérna í kring. Einnig rigndi töluvert, sennilega hafa Norðurevrópubúarnir komið með rigninguna hingað. Afganirnir eru mjög ánægðir, enda hefur vart komið dropi úr lofti síðustu sjö ár. Í rigningunni grípur þá einhver galsi,svipað og gerist á Íslandi á sólrikum sumardegi. Þeir vilja nefnilega meiri rigningu og minni sól, öfugt við okkur heima.
Magnus H. Gislason
::: posted by Salvör at 6:43 f.h.
apríl 14, 2003 :::
Herganga - nýr einkennisbúningur
Mánudagur 14 apríl 2003.
Sl. föstudag var herganga (march), skipulögð af frændum vorum Dönum. 25 km í fullum skrúða, með 15 kg á bakinu + vatn. Hiti 20-30 stig, sól og logn. Var 4 klst. Vatnsþörf er mikil á svona göngu, amk. 1 litri pr. klst.
Fékk danska orðu í verðlaun.
Af einhverjum ástæðum fékk ég bréf með atvinnuumsókn frá einum Afgana, sem var að vinna sem undirverktaki hér á kampinum. Umsóknin var á ensku og það kom í ljós að umsækjandinn lagði sérstaka áherslu á að hann hefði fyrir tveimur fjölskyldum að sjá, enda með tvær konur. Já, fjölkvæni er enn við lýði hér í Afganistan.
Í gær fengum við nýjan einkennisbúning. Hann er hannaður fyrir sumarveður hér, úr léttara efni en vetrarbúningurinn, eins konar safari klæðnadur. Klæðnaðurinn er ljósbrún föt og hattur, drapplituð og ljósir skór. Vetrarbúningurinn var dökkgræn föt og svartir skór. Skóna þurfti alltaf að þrífa, vegna þess að leirinn hér er ljós á litinn og sést vel á svörtum skóm. Nýju skórnir eru þægilegri í meðförum.
Hitinn fer hækkandi með hverjum deginum sem líður, kominn yfir 30 gráður um miðjan daginn. Kvöldin eru hins vegar mjög notaleg og gott að sitja úti undir stjörnubjörtum himni. Ljósmengun er hér lítil og því sjást stjörnurnar mjög vel. Yfirleitt er heiðskírt, enda regntíminn búinn. Sennilega kemur ekki dropi úr lofti fyrr en í haust.
Magnús H. Gíslason
::: posted by Salvör at 3:26 f.h.
apríl 09, 2003 :::
Ekki vinnufriður fyrir eldflaugaárásum
Miðvikudagur 9 april 2003.
Hér er ekki vinnufriður fyrir eldflaugaárásum. Í gærkvöldi lenti eldflaug um 500 metra frá kampinum; óvininum fer greinilega fram, síðasta flaug lenti í um 1000 metra fjarlægð. Þetta þýddi 4 klst. setu á hörðum bekkjum úti í byrgi. Um nóttina vaknaði ég svo við að allt lék á reiðiskjálfi. Það var sennilega jarðskjálfti því að loftvarnaflauturnar voru ekki settar í gang. Sofnaði strax aftur, enda ekki alvarleg hætta á ferðum.
Vígvélagrafreitir
Fór í gær á æfingu með Þjóðverjunum á æfingasvæði stutt frá kampnum. Stóð mig bara nokkuð vel að þeirra mati. Á leiðinni ökum við framhjá byggingum Talibana sem Bandaríkjamenn höfðu sprengt allhressilega í tætlur. Sömuleiðis ökum við um svæði með þúsundum ónýtra skriddreka og hertóla ættuðum frá Sovetríkjunum. Já þau eru víðáttumikil flæmin hér sem minna á aldarfjórðungs stríð; grafreitir fallinna og geymslusvæði ónýtra vígvéla. Sumir segja að ástandið minni á Þýskaland eftir heimsstyrjaldirnar tvær.
Þrísetnir skólar
Í fyrradag heimsóttum við barnaskóla sem Þjóðverjar hafa endurbyggt að hluta. Hann var byggður á Sovettímanum og þjónar blokkahverfi, byggdu á sama tíma. En Rússarnir hafa greinilega vanmetið íbúa- og barnafjöldann í hverfinu. Skólinn virtist mér vera um 2000 fermetrar, ásamt 400 fermetra viðbyggðu íþróttahúsi. Sjálfsagt svipaður að stærð og Laugarnesskóli í Reykjavik. Einsetning var skólastjórnendum framandi. Skólinn er þrísetinn, nemendur átta þúsund! Það var ótrúlegt að koma þarna inn. Kennt alls staðar, á göngum, anddyri og í íþróttahúsinu. Á skólalóðinni voru kennslutjöld frá UNICEF. (Minnti nú reyndar svolítið á kennslugámana við Laugarnesskóla). Hávaðinn í krökkunum var óskaplegur, ekki síst þegar svo framandi gestir komu í heimsókn. Þegar við komum voru aðeins strákar í skólanum, enda kynskipting skóla við lýði í Afganistan. Í anddyrinu var kennslukona að kenna strákunum að leggja saman tölur á gamalli svartri krítartöflu. Í stað kennslupriks var hún með trjágrein í hendi og beitti henni óspart til af halda aga í bekknum. Af og til heyrðust háir smellir þegar greinin skall á borðum nemendanna Ekki kæmi á óvart þó að greinin lenti stundum á hendi eða haus. Sjálfsagt munar strákana ekkert um smá skrámur, ótrúlega mikið er um ör á þessum litlu höndum og hausum; sést vel því flestir eru snoðaðir.
Á skólalóðinni hafði verið settur upp brunnur með handdælu til að útvega drykkjarvatn fyrir skólann. Það sem við vorum að gera var að semja við verktaka um að leggja pípu frá brunninum að snyrtingunni fyrir skólann. Hún var nú ekki beysin, aðeins tvo lítil herbergi. Tilgangurinn er að fá rennandi vatn í gamlan vask á snyrtingunni, svo að nemendurnir geti þvegið sér um hendurnar. Um vatnssalerni er ekki að ræða meðal innfæddra hér í Afganistan.
Magnús H. Gíslason
::: posted by Salvör at 7:53 f.h.
apríl 07, 2003 :::
Norðurbandalagið vill ekki mæta á fundi..
Laugardagur 5 april 2003.
Allt er hér með kyrrum kjörum, sagt er þó að liðsmenn Norðurbandalagsins vilji ekki mæta á fundi hér á kampinum, telji það of áhættusamt eftir eldflaugaárásina um daginn. Sl. fimmtudagskvöld hélt einn Þjóðverjinn í sveitinni upp á afmælið sitt með pompi og prakt. Dagurinn á eftir var frídagur, eins og aðrir föstudagar. "Thank God it is Friday" og "Another Day in Paradise" heyrir maður stundum í Þjóðverjunum þegar þeir eru að nöldra yfir vistinni hér. Hvar væru þeir staddir ef þeir hefðu ekki bjórinn sinn, t.d. þennan bæverska hveitibjór; heisse weissbier? Á flestum kaffihúsunum eru það strákar sem afgreiða veitingar, nema hjá Rauða krossinum, þar voru um daginn thrjár stúlkur að afgreiða, þær Frauke, Pitze og Bosma. Nöfn allra standa skýrum stöfum utan á einkennisbúningunum. Gaman að sjá skrýtin nöfn, sem gengju sennilega ekki ef viðkomandi flyttust til Íslands.
Er annars mest í því að skoða hús sem til stendur að gera upp. Það kemur í minn hlut að sjá um endurnýjun rafkerfis.
Magnus H. Gislason
::: posted by Salvör at 12:41 f.h.
apríl 01, 2003 :::
Óvinir okkar voru með leiðindi...
þriðjudagur 1 apríl 2003.
Óvinir okkar voru með leiðindi í aðfaranótt sunnudags, skutu eldflaug á kampinn. Flaugin lenti sem betur fer um 1 km frá markinu. Þetta var 160 mm sver flaug með um 6 kg sprengihleðslu. Ekki sérstaklega öflug sending, sennilega kínversk framleidsla, en fremur óþægileg. Allir á fætur og út í byrgin. Þurftum að vera þar í um tvo tíma. Veiki punkturinn hér á kampinum eru loftvarnir. Gagnflaugar duga ekki þegar skotið er af svo stuttu færi. Vitað er hins vegar hvaðan skotið var og fara menn sjálfsagt í heimsókn þangað til að reyna að finna skotbúnaðinn.
Þegar við ökum nú um Kabúl er allt fullt af börnum á götunum. Mest ber á litlum stúlkum sem eru að fara í eða úr skóla. Þær eru allar klæddar eins, í svartan kufl og með hvíta slæðu, mjög sætar. Þær eru flestar með bakpoka fyrir skóladótið, sjálfsagt gjöf frá hjálparstofnunum. Ótrúlegt hvað þeim tekst að halda sér hreinum þrátt fyrir alla leirdrulluna. Skólarnir eru kynskiptir. Með hjálp alþjóðastofnana er reynt að bæta stúlkum upp menntunarbannið frá dögum Talibanastjórnarinnar. Sömuleiðis er í gangi átaksverkefni til að bæta menntun kennslukvenna í Afganistan.
Póstsendingar taka sinn tíma hér, en allur póstur til hermanna utan Þýskalands flokkast sem „Feldpost“. Það þýðir að póstur getur verið 2 til 4 vikur að berast, en verðið er það sama og innan Þýskalands. Alltaf er jafn hjartnæmt þegar þýsku drengirnir fá sendingu að heiman, bréf frá ástvinum, eða kannski pakka með þýskum pylsum frá mömmu. Yfirleitt taka þeir sendingarnar með sér til vistarvera sinna, þegar þeim er dreift í lok vinnudags, og opna þær í einrúmi. Flestir sakna sinna heimkynna og telja dagana þangað til þeir komast heim. Þeir eldri eru betur sjóaðir í svona úthöldum og vissu hvers konar umhverfi biði þeirra hér í Afganistan.
Ég er núna að lesa bókina „Der Reibert: Das Handbuch fur den deutschen Soldaten. Heer, Marine, Luftwaffe“. Þetta er handbók upp á um 800 síður, með alls konar fróðleik, t.d. um tignargráður, meðferð búnaðar og vopna, hegðun ofl. ofl. Hin besta lesning.
Mikið er lagt upp úr hreinlæti hermanna. Að sjálfsögðu á að fara í sturtu og skipta um nærföt og sokka á hverjum degi, halda nöglum hreinum og klippa hár stutt. Þvo sér um hendur áður en borðað er. Í þeim tilgangi eru vatnskranar og brúsar með sótthreinsiefnum við innganginn í mötuneytið. Þar er skylduþvottur.
Hreinlæti er einnig nauðsynlegt vegna þess mengada ryks sem liggur oft yfir Kabúl og einnig vegna allra þeirra afgönsku starfsmanna sem vinna hér, en þeir bera stundum sjúkdóma eins og t.d. berkla inn á kampinn. Þá sjúkdóma er þó auðvelt að meðhöndla. Heilsufar er þó almennt gott, t.d. hefur enginn orðið veikur í 23 manna þýsku sveitinni sem ég er í, þann tíma sem ég hef verið hér. Fólk er reyndar ekki sent hingað nema heilsan sé í lagi. Þetta veldur vissum verkefnaskorti hjá heilsugæslunni hér, en hún er góð. Málið er að heilsugæslufólk þarf að vera í þjálfun, ef eitthvað alvarlegt kemur upp á og viðbúnaður gegn stóráföllum er ekki virkur, ef engir hafa verið sjúklingarnir í langan tíma. Reynt er þó að leysa þetta með því af sinna afgönskum sjúklingum.
Fór í gær með nokkrum félögum að versla, en þeir fara heim bráðlega. Einn keypti gullfestar, annar teketil sérstakan, svokallaðan “Samovar” Ekki eru þessar verslanir að offjárfesta í húsnæði, enda verð hagstætt hér miðað við Vesturlönd.
Ekki hef ég frétt neitt af BinLaden, það eina sem ég hef heyrt er “Teilladen”, “Fertigladen“ og „Entladen“. Þetta eru orð sem tengjast skotvopnum.
Magnus H. Gislason.
::: posted by Salvör at 2:52 f.h.
mars 30, 2003 :::
Flugskeytaárás
Rocket Hits Peacekeepers HQ in Kabul
Ekkert er komið um þessa árás á ISAF KabulÍ www.mbl.is er þessi frétt:
Erlent | AFP | 30.3.2003 | 19:22
Flugskeytaárás á búðir friðargæsluliða í Kabúl
Flugskeytaárás var gerð á bækistöðvar alþjóðlega friðargæsluliðsins í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í kvöld. Sagði Harouun Azzefi, ríkislögreglustjóri Afganistans, að tveimur flugskeytum hefði verið skotið á búðirnar sem eru í nágrenni við sendiráð Bandaríkjanna og forsetahöllina. Enginn mun hafa látið lífið í árásinni.
ABC segir:
— KABUL (Reuters) - A rocket slammed into the headquarters of U.N. peacekeeping force in Kabul on Sunday, U.N. officials in the Afghan capital said.
There were no immediate reports of injuries in the attack on the compound of the International Security Assistance Force (ISAF) situated near the U.S. embassy, they said.
::: posted by Salvör at 1:07 e.h.
mars 28, 2003 :::
Kappganga, lauksúpa, mújaheddinar í endurhæfingu
Föstudagur 28 mars 2003.
Í dag er frídagur. Danir standa fyrir 25 km kappgöngu í dag og veita orðu þeim sem taka þátt. Ekki leist mér á það, allt á kafi í drullu hér á kampinum vegna rigninga undanfarið. Í fyrradag heimsóttum við bókasafnið í Kabúl vegna áforma um endurbyggingu. Fremur var það nú smátt á íslenskan mælikvarða og ekki allar hillur fullar eftir tiltekt á vegum Talabana. Á efstu hæðinni var þessi svakalega lauklykt. Þegar við komum inn í einn salinn, var þar kona að sjóða súpu á hellu innan um bækurnar. Eins og yfirleitt í þessum gömlu byggingum var rafkerfið í rúst og það þarf að endurhanna það og endurnýja. Síðan var farið í félagsmiðstöð fyrir unglinga sem Þjóðverjar eru að reisa. Þeir sem sjá um framkvæmdirnar eru gamlir stríðsmenn Mujaheddin í endurhæfingu. Hún virðist skila árangri, þeir eru ekki að berjast á meðan.
Í gær fórum við í innanríkisráðuneytið á fund með verkfræðingi. Hann kom með teikningar sem hann hafði unnið vegna endurbyggingar lögreglustöðvar. Heimsóttum síðan bæjarskrifstofu í einu hverfi Kabúl og ræddum málin. Oft þarf á slíkum fundum að spjalla svolítið yfir tebolla og smákökum áður alvöru málin eru rædd. Loks var litið við í leikskóla sem er í byggingu. Mikil áhersla er lögð á að fara varlega vegna stríðsins í Írak.
Magnús Gíslason
::: posted by Salvör at 3:08 f.h.
mars 25, 2003 :::
Vorverk á ökrunum, súrefnisverksmiðja
Þriðjudagur 25 mars 2003.
Útgöngubanninu hefur sem betur fer verið létt hér á kampinum. Fór á sunnudaginn med afgonskum verkfræðingi til að skoða staðhætti í lögreglustöð sem við ætlum að endurbyggja. Í gær fórum við í Ieikskolann, en hann fer að verða tilbúinn, verið er að mála og ganga frá. Skólastýran og aðstoðarkona hennar voru mjög spenntar. Þessi skóli er ætlaður fyrir um 30 börn, en sjálfsagt verða þau helmingi fleiri. Gott mál. Í morgun förum við svo í súrefnisverksmiðju, ásamt þýskum efnafræðingi og apótekara.
Rússar höfðu reist þessa verksmiðju á sínum tíma til að framleiða súrefni sem þeir notuðu til að rafsjóða með. Hreinleikinn er um 70%. Vandamálið er að afgönsku sjúkrahúsin eru að nota þetta súrefni, en til slíkra nota þyrfti það að vera 99% hreint. Við reyndum að finna leiðir til að bæta framleiðsluna, ein af tillögum heimamanna var að setja upp 100kW rafstöð til að tryggja stöðugt rafmagn. Ég held reyndar að vandamálið sé hinar 35 ára gömlu rússnesku vélasamstæður, þær eru ekki hannaðar til að framleiða súrefni fyrir sjúkrahús.
Nú eru heimamenn farnir að vinna á ökrunum við vorverkin. Grasið er farið að grænka og kirsuberjatrén farin að blómstra. Fólk nostrar við vínviðinn, en hér eru berin borðuð fersk, ekki er búið til úr þeim vín. Töluvert hefur rignt upp á síðkastið, og eru Afganirnir að endurbyggja áveitukerfi sín til að veita vatninu um ræktunarlandið.
Almennt eru Afganirnir afskaplega vinveitt fólk og þreytt á stríðinu síðastliðin 25 ár. Þó ber ennþá á strangtrúarmönnum sem vilja alla útlendinga burt og upptöku talibanskra stjórnarhátta. Það er sorglegt þegar okkur berast hótanir um skemmdarverk á stúlknaskóla sem við erum að byggja hér í Kabul. Væntanlega verður þessum hótunum ekki framfylgt á meðan við erum hér á staðnum, en guð hjálpi stúlkum hér í Kabul ef við færum burt. Það er umhugsunarefni hvað vestrænar þjóðir eiga að ganga langt í að vernda mannréttindi með hervaldi, en ég tel því miður að það sé eina lausnin sem dugir í þessu landi. Því miður duga ekki á Talibanana bréfaskriftir eða mótmælagöngur á Vesturlöndum. Um 30 þjóðir, flestar úr Evrópu taka þátt í þessu verkefni með samþykki Sameinuðu þjóðanna, margar nýfrjálsar, svo sem baltnesku löndin, ríki fyrrum Júgóslóvaliu, svo og gömlu Austantjaldsríkin. Meira að segja taka Nýsjálendingar þátt.Tveir eru frá Sviss og einn frá Íslandi. Samvinna þessara þjóða hér í Austurvegi minnkar örugglega líkur á átökum þeirra á milli heimafyrir í framtíðinni.
Magnus Gislason
::: posted by Salvör at 5:18 f.h.
mars 21, 2003 :::
Hlóðaeldhús, nýársdagur, setuliðsvinna, kvennakúgun
Föstudagur 21 mars 2003.
Í fyrradag heimsóttum við innanríkisráðuneytið í Kabúl. Þar var mættur afganskur verkfræðingur til skrafs og ráðagerða varðandi endurbyggingu lögreglustöðvar. Við skoðuðum síðan þjónustubyggingu við lögreglustöðina. Eins og fyrri daginn vilja Afganirnir hafa áfram sitt hlóðaeldhús. Aðskildir matsalir eiga að vera, annars vegar fyrir yfirmenn og hinsvegar fyrir hermenn. Trúlega arfur frá nýlendutíma Breta. Heimsóttum síðan leikskóla sem við erum að endurbyggja. Þar voru nokkrir drengir að vinna, voru búnir að setja upp hlóðir úti í garði. Á þeim var tjörupottur og að sjálfsögðu teketillinn. Ræddum við leikskólastýruna með aðstoð túlksins. Henni fannst verkið ganga alltof hægt, en nú er nýtt skólaár hér að hefjast. Reyndar er nýársdagur í dag og þriggja daga hátíðahöld í tilefni þess. Þetta mun vera samkvæmt gömlu Persnesku tímatali sem virðist taka mið af vorverkunum í landbúnaði. Fólk þrífur húsin sín, heimsækir ættingja, plantar trjám og heldur gripasýningar og keppir í hestaíþróttum. Eftir um 5 daga hefst opinberlega vorið hér í Afganistan. Skreytilist Afgana fær einkennilega útrás í vörubílum heimamanna. Þeir eru ótrúlega flott skreyttir, sumir hrein listaverk. Reyndar var Kabul mjög falleg og skreytt borg áður en stríðið hófst fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan.
Trjásalar eru hér á hverju strái, enda hlóðaeldhús og kamínur ráðandi til eldamennsku og upphitunar. Timbursalarnir vikta spýturnar af nákvæmni, enda viðurinn sjálfsagt tiltölulega dýr miðað við kaupmátt hér. Kaup opinberra starfsmanna er á bilinu 25 til 50 evrur á mánuði, ef menn fá þá útborgað. Þess vegna kom á óvart þegar túlkarnir okkar fylktu liði um daginn og kröfðust styttri vinnuviku en 40 klst. Þeir fá um 400 evrur á mánuði. Aukavinnan kallar, t.d. kennsla og þýðingar. En ég er hræddur um að samningsstaða þeirra sé ekki góð, því það bíða amk. 10 túlkar fyrir utan kampinn á hverjum degi, í von um að fá vinnu. Það er mjög eftirsótt að vinna fyrir setuliðið hér og minnir ástandið sumpart á stríðsárin heima. Verklag bretavinnunnar í algleymingi, skóflur, hakar og hjólbörur, ekki of mikið stress á mannskapnum. Þjóðverjar munu vera hátt skrifaðir hér, ekki síst vegna þess að þeir eru taldir hinn hreini aríski kynstofn. Afganir samsama sig með þeim og telja sig Aría lika. T.d. heitir flugfélagið þeirra Ariana til merkis um uppruna theirra. Jæja, það er bara gott að þeir vilja samsama sig Germönum, þó að þeir séu nú flestir ekki germanskir í útliti
Kúgun kvenna er enn ofboðsleg. Þær eru flestar enn með burkha og sitja aftast í bílum. Leigubílar eru oftast stationbílar, þannig er hægt að koma fleira fólki fyrir. Tveir kallar frammi, fjórir aftur í og t.d. fjórar konur og fimm krakkar í farangursrýminu. Það hlýtur að vera bölvað að sitja þar, því vegirnir eru svo holóttir. Um daginn sá ég leigubíl með bílstjóra, einum kalli frammi og tveimur köllum aftur í. Kona í burkha sat í farangursrýminu ásamt pappakassa. Sem sagt staða hundsins á Vesturlöndum.
Í gær var viðbúnaðarstigið á kampinum aukið vegna innrásarinnar í Írak og útgöngubann sett á. Engar skoðunarferðir um Kabul þann daginn. Í staðinn var efldur viðbúnaður vegna hugsanlegrar árásar á kampinn. Loftvarnarflautur voru þeyttar og menn flýttu sér í byrgin með skotheldu vestin sín, hjálmana og gasgrímurnar. Þar var setið í um klukkutíma á meðan æfingin stóð yfir. Annars hafa menn nú ekki miklar áhyggjur hér, kampurinn er er vel varinn og ýmsum meðulum beitt í þeim tilgangi.
Í nótt vaknaði ég við eitthvert gaul og hélt að nú væri stóra stundin runnin upp. En sem betur fer var verið að kalla til bæna, heimamenn hljóta að hafa tekið tæknina í sína þjónustu og keypt sér hátalara
Í dag er frídagur (Maintanance day) af því að á föstudögum er ekki unnið hér í Afganistan.
Í þýsku sveitinni sem ég er í , eru ýmsar venjur hafðar í heiðri. Ein er sú að raða sér upp í hring á stuttum morgunfundi í upphafi vinnudags og takast í hendur. Það bætir liðsandann. Fundir eru stuttir og hnitmiðaðir, til fyrirmyndar og ætti að takast upp heima á Íslandi.
Lt.Col. M.Gislason
::: posted by Salvör at 5:48 e.h.
mars 20, 2003 :::
Menntun kvenna í Afganistan
Unicef 19. mars Afghanistan one year later: overshadowed and challenged
Afganistan fréttir frá Unicef
::: posted by Salvör at 3:42 f.h.
mars 18, 2003 :::
Þriðjudagur 18 mars 2003.
Gærdagurinn fór að mestu í að hanna rafkerfi í þjónustubyggingu fyrir lögreglustöð sem Þjóðverjarnir eru að endurbyggja. Ekki er um neina jardvíra að ræða, aðeins tveir vírar, 220 volt. Aðaltöflu, lýsingu, tengla, greinidósir og rofa hannadi ég svipað og hér heima. En þegar kom að eldhúsinu varð ég að breyta hugsunarhættinum aðeins. Afganirnirnir vilja nefnilega vera áfram með sínar gömlu en áreiðanlegu hlóðir. Jæja, þeir geta þó a.m.k. hitað teið sitt þegar rafmagnið fer af. Efnislistann tókst mér að útbúa og senda efnispöntun til Þýskalands. Austurþjóðverji að nafni Schob sér síðan um að handteikna raflögnina svo að hægt sé að setja verkið í útboð meðal verktaka hér í Kabúl. Mikil áhersla er lögð á að nota innlent vinnuafl og að þróa upp verkþekkingu meðal innfæddra. Ekki eru pöntuð rör til að draga rafmagnsvíana í og ekki mega lagnirnar vera utanáliggjandi, þá er þeim stolið. Lausnin er ad fræsa raufar í veggina og múra vírana einfaldlega inni. Í dag stendur til að líta á raflagnir í háskólanum í Kabúl, setja á þar upp nýjan spenni, 100 kVA.
Þegar kemur að því að lýsa því sem fyrir augu ber, kemur í ljós að það vantar íslensk orð yfir bróðurpartinn af því sem er hér á kampinum. Ástæðan er náttúrulega sú að við höfum engan her og höfum ekki tekið þátt í stríðsbrölti síðan á Sturlungaöld. Hætt er við að fjálglegar lýsingar á sverði, brandi og exi dugi skammt í dag. Þjóðverjarnir geta hins vegar rakið stríðsbrlt forfeðra sinna margar aldir aftur í tímann. Þeir eru nú bara ágætir í ættfræði og sumir eru með skrá yfir ættir sínar. Nokkuð mikið er hins vegar af eyðum vegna heimsstyrjaldanna tveggja.
Faðir eins vinnufélagans var settur í fangabúðir Bandamanna eftir seinna stríð og geymdur þar töluverðan tíma. Mest öll hans ætt þurrkaðist út á þessum tíma. Í sagnaritun eftir stríð tel ég tvímælalaust að Þjóðverjar hafi fengið illilega að kenna á því að þeir töpuðu.
Annað mál. Afganir nýta sauðkindina vel og minna að því leyti nokkuð á Íslendinga fyrr á öldum. Allir þeirra einkennisbúningar eru úr þessu fína vaðmáli, sem yfirleitt er brúnt á litinn. Mikið er af kindum og hjarðir af þeim reknar til beitar innan borgarlandsins. Einnig sjást hér í borginni hænsni, geitur og asnar. Best að setja sig ekki á háan hest, kannski þarf ekki að fara mikið meira en 100 ár aftur í sögu Íslands til að finna svipaða lífshætti.
Veðrið hefur verið mjög gott, 10-20 stiga hiti, ýmist skyjað eða sól. Annars er sagt að það séu aðeins tvæ árstíðir hér, vetur og sumar, hitabreytingin gerist svo snögglega.
Glæsilegur snæviþakinn fjallahringurinn togar í mann til uppgöngu, en fjallgöngur eru útilokaðar af öryggisástæðum. Hásléttan hér er í um 1800 m hæð, en fjöllin í kring teygja sig upp í a.m.k. 4000 m.
Ég var að velta því fyrir mér hverjum kapteinninn minn með stóra uppsnúna skeggið líktist. Hann er kapteinn af því að hann kemur úr þýska sjóhernum. Eitthvað hafa verkefnin verið að minnka þar og þess vegna er hann sendur til Afganistan. Eins og svo margir þeirra sem hér eru, hefur hann ekki val um það hvert hann er sendur á hverjum tíma. En áfram með útlitið og skeggið. Karlinn hefði sómt sér vel sem prússneskur herforingi, eins tilkomumiklir og þeir eru sýndir á myndum, í glæsilegustu einkennisbúningum í sögu Þýskalands Hann gæti einnig verið skyldur Paul von Hindenburg, síðasta forseta Weimarlýðveldisins, þess sem tilnefndi Hitler ríkiskanslara í janúar 1933. Ég er einmitt með mynd af Hindenburg fyrir framan mig.
Úr einu í annað: Um blessaða verslunina hér í herstöðinni má kannski segja eins og ritað var í annálum um verslunina í Hofsós í Skagafirði: „Þar skorti aldrei tóbak né brennivín“ Verðinu er mjög stillt í hóf, 1 karton af sígarettum kostar 5 evrur og kassi með 24 hálfslítradósum af bjór kostar 12 evrur. Þetta ætti nú ekki illa við suma sem ég þekki á Íslandi, sleppum þó öllum nöfnum.
Ég sit hér og skrifa á 4 hæð aðalstöðva ISAF í Kabul og virði fyrir mér fjallahringinn. Um daginn þegar ég sat hér uppi, hristist allt og skalf. Þjóðverjunum brá nokkuð, en mér leið eins og heima á Íslandi. Jarðskjálfti upp á svona 5-6 stig á Richter, hvað er það á milli vina.
Góð kort eru til af svæðinu sem öryggisgæslusveitirnar sjá um, mælikvardi t.d. 1:5000, 1:25000, 1: 50000 og uppúr. Að sjálfsögðu eru þau hengd upp um alla veggi. Örugglega áhugavart fyrir þá sem koma að landupplýsingamálum og kortagerð.
Það sem menn ræðaa hér núna er ákvörðun Bush um að ráðast inn í Írak, hypji Saddam sig ekki burt innan tilskilins tima. Ekki er þó farið út í neinar sérstakar ráðstafanir vegna þessa.
Keypti 3 burkha til að styrkja afganskar saumakonur. Sendi þá heim til Íslands.
Ætla að reyna að finna leið til að senda digitalmyndir, hefði þurft að taka með mér fartölvu.
Lt.Col. M.Gislason
::: posted by Salvör at 6:01 f.h.
mars 17, 2003 :::
Sunnudagur 16 mars 2003.
Fór í gær í heimsókn í ráðuneyti byggingarmála hér í Kabúl með tveimur Þjóðverjum og túlk. Tilgangurinn var að kortleggja áherslur afgönsku stjórnarinnar varðandi aðstoð við uppbyggingu. Á móti okkur tók hershöfðingi, borðum skrýddur, en það er stutt leiðin úr hernum upp í ráðuneytin hér. Eins og venjulega var okkur boðið te, Breti nokkur tjáði mér að tedrykkju hefði þeim tekist að kenna Afgönum á nýlendutímanum ællar minningar. Hershöfðinginn hafði mestan áhuga á lögreglustöðvum, enda til lítils að stunda uppbyggingarstarf ef öryggisþátturinn er ekki í lagi. Eftir um klukkutíma var orðið nokkuð heitt í skothelda vestinu og sem betur fer var boðaður annar fundur í næstu viku. Skoðaði í leiðinni afganskt eldhús. Það eru hlóðir, kyntar með timbri. Reyndar virðist langt komið með útrýmingu trjáa hér í Afganistan. Þjóðverjarnir eru með verkefni í trjáplöntun fyrir Afgani hér í Kabúl og virðist það skila árangri.
I gær þegar við sátum á þýska barnum að drekka hveitibjór (weissbier) kom þar inn lítil og nett þýsk kona , ásamt þremur vígalegum þýskum karlmönnum. Þau settu hálfsjálfvirku rifflana sína í byssustativið við innganginn og hengdu húfurnar sínar á hlaupið eins og siður er hér. Þau settust því næst til borðs og einn kallinn fór á barinn. En bíddu við, hvað kom hann með, einn umgang diet kók. Næsti umgangur var diet appelsín. Allir í kring voru hins vegar með almennilegan þýskan bjór. Skýringin kom í ljós þegar litið var á axlarborðana. Konan var hærra sett en kallarnir. Já, misbeiting valds er greinilega ekki bundinn við karlpeninginn. .
Sjálfum finnst mér ekki dónalegt að vera heilsað af Þjóðverjunum með viðeigandi handahreyfingum: Guten Tag Herr OberstLeutnant, Guten Abend Herr OberstLeutnant. Enda tekur það amk. 20 ára þjónustu í þýska hernum að ná þeirri tign. Það er því gaman að spóka sig um hér.
Í morgun förum við að skoða rafstöðina hér í Kabúl. Þar eru 2x22,5 MW díselvélasamstæður frá Alsthom, en raforkuþörfin í þessari milljónaborg er áætluð 60 MW. Stöðin var ekki starfrækt síðustu 15 árin, en nú á að koma henni í gagnið sem toppstöð. Mest orkan fæst frá vatnsaflsvirkjunum, en þær skila hins vegar litlu á sumrin þegar þurrt er. Það sem byrja þarf á er að bæta öryggismál, það er að víggirða stöðina svo að terroristar komist ekki inn. Það er gert með sandpokum (5-10 rúmmetrar hver), steypu og gaddavír. Það er líka forsenda fyrir því að Alsthom menn komi inn á svæðið, enda tekur verkefnið amk. 1 ár.
Stoppudum á leiðinni heim á einum af ótal götumörkuðum. Þar voru pottasmiðir að berja eir í gríð og erg, öll ílát eru handunnin hér.
::: posted by Salvör at 6:04 f.h.